52. fundur 24. febrúar 2016 kl. 17:00 - 18:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Lánasjóður sveitarfélaga - auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

1602015

Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga hefur skipað kjörnefnd til undirbúnings kjörs stjórnar og varastjórnar á aðalfundi sjóðsins. Kjörnefnd óskar eftir tilnefningum og/eða framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

2.Erindi frá Sigurlaugu G.I. Gísladóttur

1602001

Sigurlaug G.I. Gísladóttir óskar eftir viðræðum við sveitarstjórn um að hýsa og reka upplýsingamiðstöð ferðamanna á Blönduósi.

Byggðaráð þakkar sýndan áhuga og upplýsir um leið að undirbúningur er þegar hafinn að uppsetningu upplýsingamiðstöðvar í Héraðsbókasafninu á Blönduósi.

3.Styrkumsókn frá Selmu Svavarsdóttur

1602016

Undirbúningshópur um heimavinnslu matvæla óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu til að mæta kostnaði við að halda fund um málefnið. Kostnaðurinn felst aðallega í að fá Óla Þór Hilmarsson, sérfræðing hjá Matís og Þorstein R. Þorsteinsson bónda í Vallakoti í S-Þingeyjarsýslu til að mæta á fundinn og halda framsögu um heimavinnslu matvæla.

Byggðaráð samþykkir kr. 30.000. Fært af lið 0589-9991.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2016

1602019

Sveitarfélögin sem eiga Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna hafa gert með sér þjónustusamning um fyrirkomulag á rekstri safnsins sem tók gildi í upphafi árs 2015. Eldra uppgjör vegna safnsins er ólokið og eru eftirstöðvar sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu samtals 1.723.762, og þar af er hlutur Blönduósbæjar kr. 797.078.

Byggðaráð samþykkir að leggja það til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna uppgjörs á eldri skuld við Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna.
Viðauki að upphæð kr.797.078 færist á rekstrarlið 0534-9611. Fjármagnað með eigin fé.

5.Sýslumaðurinn á Blönduósi - afskriftarbeiðni

1602018

Sýslumaðurinn á Blönduósi hefur óskað eftir afskriftum á óuppgerðum gjöldum einstaklinga við Blönduósi.

Fært í trúnaðarbók.

6.Önnur mál

1506021

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Var efnið á síðunni hjálplegt?