84. fundur 29. mars 2017 kl. 15:00 - 16:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.SSNV - Fundargerð stjórnar 7. mars 2017

1703013

Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.

2.Ísorka - rafhleðslustöð

1702014

Lagt fram ódagsett bréf frá Ísorku þar sem fyrirtækið býður sveitarfélaginu að tengja rafhleðslustöð, sem sveitarfélagið fékk að gjöf frá Orksölunni, við rekstrar- og upplýsingakerfi Ísorku.Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Málið er í vinnslu hjá sveitarfélaginu og ekki hægt að taka afstöðu að svo komnu máli.

3.Rarik ohf - Strenglögn milli Laxárvatns og Laxár í Refasveit

1703015

Undanfarin ár hefur Rarik unnið markvisst að endurnýjun raforkukerfisins þar sem eldri loftlínur víkja fyrir jarðstrengjum.

Í sumar fyrirhugar Rarik meðal annars að leggja niður svokallaða Fellslínu með því að leggja jarðstreng í jörðu á milli Laxárvatns og Laxár í Refasveit. Með því er lokið strenglagningu á 11kV dreifikerfinu milli Blönduós og Skagastrandar, en 33kV flutningslínan verður þó áfram eitthvað um sinn.Fyrir fundinn liggja samkomulag um lagningu jarðstrengja í landi Hnjúka og Vatnahverfis.Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra og tæknideild að vinna frekar að málinu og ljúka því.

4.Umsögn - tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða

1703016

Sveitarstjóra falið að skrifa umsögn um þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða í samræmi við umræður á fundinum.

5.Lausir samningar 2017

1703009

Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi samninga:1. Blönduósbær við Ungmennafélagið Hvöt um æskulýðs- og

íþróttastarf.2. Blönduósbær við Golfklúbbinn Ós um rekstur og viðhald

golfvallarins í Vatnahverfi3. Blönduósbær við Ungmennafélag Austur - Húnvetninga til eflingar

á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Austur - Húnavatnssýslu.4. Blönduósbær við Knattspyrnudeild ungmennafélagsins Hvatar um

rekstur Blönduósvallar5. Blönduósbær við Hestamannafélagið Neista til að efla og styrkja

hestaíþróttir á Blönduósi6. Blönduósbær við Björgunarfélagið Blöndu til að halda úti

björgunarstarfsemi í Austur - Húnavatnssýslu7. Blönduósbær við Júdófélagið Pardus til eflingar á júdóíþróttinni

innan sveitafélagsins.8. Blönduósbær við Reiðhöllina Arnargerði ehf. um rekstur og afnot

af reiðhöll.

Sveitarstjóra falið að gera umræddar breytingar og ganga frá samningum.

6.Veiðifélag Laxár á Ásum - aðalfundarboð

1703024

Aðalfundur veiðifélagsins Laxá á Ásum verður haldinn 1. apríl nk. á Eyvindastofu.Byggðaráð samþykkir að Guðmundur Haukur Jakobsson fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?