55. fundur 30. mars 2016 kl. 17:00 - 18:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Veiðifélag Blöndu og Svartár - aðalfundarboð

1603025

Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Blöndu og Svartár í Húnaveri laugardaginn 2. apríl kl. 13:30.

Byggðaráð samþykkti að Guðmundur Haukur Jakobsson fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

Lagt fram til kynningar.

2.Reiðveganefnd Neista - umsókn vegna viðhalds og lagningu reiðvega 2016

1603026

Hestamannafélagið Neisti hyggst ráðast í viðhald á reiðvegum í nágrenni Blönduósbæjar, gerð reiðvegar með Reykjabraut og halda áfram með reiðveg fram með Svínvetningabraut.

Óskað er eftir fjárframlagi frá sveitarfélaginu til fyrrgreindra framkvæmda fyrir árið 2016.

Byggðaráð hafnar erindinu.

3.Upplýsingamiðstöð

1603021

Sveitarstjóri kynnti framgang vinnu við opnun upplýsingamiðstöðvar á Blönduósi.

4.Framkvæmdir við Hnjúkabyggð 33

1603027

Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar, mætti undir þessum lið og kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við Hnjúkabyggð 33.

5.Önnur mál

1510017

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Var efnið á síðunni hjálplegt?