58. fundur 04. maí 2016 kl. 17:00 - 20:05 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson varamaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit Blönduósbæjar

1508019

Umfjöllun um rekstraráætlunar frestað til næsta fundar.

2.SSNV - fundargerð stjórnar SSNV 12. janúar 2016

1604033

Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.

3.SSNV - fundargerð stjórnar SSNV 2. febrúar 2016

1604034

Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.

4.SSNV - fundargerð stjórnar 8. febrúar 2016

1604035

Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.

5.SSNV - fundargerð stjórnar 2. mars 2016

1604036

Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.

6.Norðurá bs. - Fundargerð stjórnar 7. mars 2016

1604037

Fundargerð Norðurá bs. lögð fram til kynningar.

7.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 5. apríl 2016

1605002

Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

8.Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra - fundargerð 28.04.16

1605001

Fundargerð Heilbrigðisnefndasr Norðurlands vestra lögð fram til kynningar.

9.Hafnarsamband Íslands - ársreikningur 2015

1604031

Lagt fram til kynningar

10.Sýslumaðurinn á Blönduósi - umsögn vegna leyfis

1604030

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Ingu Elsu Bergþórsdóttir, kt. 250868-6189, Hjallavegi 19 104 Reykjavík f.h. Brimslóðar ehf, kt. 451101-3740, um leyfi til að reka gististað í flokki V að Brimslóð 10A, 540 Blönduósi.

Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn.

11.Lánasjóður sveitarfélaga ohf - arðgreiðsla vegna ársins 2015

1604024

Á aðalfundi Lánasjóðsins þann 8. apríl síðastliðinn var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna góðrar afkomu ársins 2015. Hlutur Blönduósbæjar er 1,466% og arðgreiðsla nemur því 7.667.180 kr. Í samræmi við lög nr. 94/1996 skal halda eftir 20% fjármagnstekjuskatti og því koma 6.133.744 kr. til útborgunar sem arður frá Lánasjóðnum.

Lagt fram til kynningar

12.Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps - styrkbeiðni

1604022

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps óskar eftir styrk til starfsins frá sveitarfélaginu, líkt og hefur verið á liðnum árum, en kórinn hefur unnið öflugt starf ásamt því að hafa farið af stað með nýtt verkefni, söngperlur Ellýar og Vilhjálms sem heppnaðist vel.

Byggðaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2017.

13.Dreifnám A- Hún - styrkumsókn

1604023

Nemendasjóður Deifnáms í A - hún óskar eftir styrk þar sem fyrirhuguð er vorferð í Bakkaflöt ásamt nemendum Dreifnáms á Hvammstanga. Markmiðið er að allir nemendur geti tekið þátt í félagslífinu áháð fjárhag.


Byggðaráð samþykkir kr. 30.000. Fært af lið 0589-9991.

14.Ámundakinn ehf - aðalfundarboð 12. maí 2016

1604038

Boðað er til aðalfundar Ámundakinnar í Eyvindastofu, Norðurlandsvegi 4, fimmtudaginn 12. maí kl. 15:00.


Byggðaráð samþykkir að Zophonías Ari Lárusson fari með atkvæði Blönduósbæjar á fundinum.

15.Vilko - aðalfundarboð 3. maí 2016

1604021

Boðað er til aðalfundar Vilko ehf í Eyvindastofu, B&S Restaurant, fimmtudaginn 12. maí kl. 13:00.


Lagt fram til kynningar

16.Landskerfi bókasafna hf - Aðalfundarboð

1604028

Boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 10. maí kl. 15:00.


Lagt fram til kynningar

17.Veiðifélagið Hængur - fundarboð

1604032

Boðað er til aðalfundar veiðifélagsins Hængs í veiðihúsinu Torfalundi, laugardaginn 7. maí kl. 13:00.


Lagt fram til kynningar

18.Farskólinn - Aðalfundur og vorfundur 11. maí 2016

1605004

Boðað er til aðalfundar og vorfundar Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra í Farskólanum við Faxatorg, miðvikudaginn 11. maí kl. 13:30.


Lagt fram til kynningar

19.Atvinnumál

1605006

Miklar umræður urðu um atvinnumál og voru rædd verkefni sem eru á forræði Bs. um menningu og atvinnumál, SSNV auk byggðaráðs. Til að mynda voru umræður um upplýsingamiðstöð, álver, biodísel ofl.

Fundi slitið - kl. 20:05.

Var efnið á síðunni hjálplegt?