119. fundur 21. ágúst 2018 kl. 17:00 - 18:20 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Rannveig Lena Gísladóttir varamaður
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir ritari
Dagskrá

1.Beiðni um greiðslu kennslukostnaðar í tónlistarskóla

1709007

Fyrir liggur beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í kennslukostnaði við miðnám í Tónlistarskóla Sigursveins.

Byggðaráð samþykkir ofangreinda umsókn og mun sækja um endurgreiðslu frá Jöfnunarsjóði á móti þeim greiðslum eins og reglur kveða á um.

Sveitarstjóra falið að útbúa viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn þegar endanlegur kostnaður liggur fyrir.

2.Málefni flutningskerfis raforku í nútíð og framtíð

1808017

Fyrirhugaður er samtalsfundur með stjórn Landsnets 13. september nk. á B&S restaurant kl. 15:00 um málefni flutningskerfis raforku í nútíð og framtíð, með áherslu á þau verkefni sem eru á döfinni í landshlutanum.

Byggðaráð hvetur kjörna fulltrúa til þess að mæta á þennan fund.

3.Samþykkt fyrir Öldungaráð Blönduósbæjar

1510069

Fyrir liggur bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga til framkvæmdarstjóra og félagsmálastjóra sveitarfélaga um ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi þann 1. október 2018. Meðal nýmæla er að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópur aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna. Gert er ráð fyrir að öldungaráð starfi í hverju sveitarfélagi eða á grundvelli samvinnu milli sveitarfélaga.

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Húnaþingi þann 10.apríl sl. voru fjórir aðilar, tveir aðalmenn og tveir til vara kosnir í Öldungaráði Blönduósbæjar til næstu fjögurra ára.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að koma með tillögu að breytingu á 4.gr Samþykkta fyrir Öldungaráð Blönduósbæjar á grundvelli meðfylgjandi gagna fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

4.Umsókn um lóð - Smárabraut 7 og 9

1808005

Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar þann 13. ágúst 2018 var tekin fyrir umsókn um lóðir að Smárabraut 7 og 9 og afgreiðslum þeirra vísað til byggðaráðs.

Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umræddum lóðum. Byggðaráð samþykkir að úthluta Mýrarbraut 23 ehf lóðunum skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðirnar falla aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan sex mánaða frá lóðarúthlutun og lokið 12 mánuðum síðar.

5.Umsókn um lóð - Garðabyggð 10

1808006

Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar þann 13.ágúst 2018 var tekin fyrir umsókn um lóð að Garðabyggð 10 og afgreiðslu hennar vísað til byggðaráðs. Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umræddri lóð.

Byggðaráð samþykkir að úthluta Mýrarbraut 23 ehf lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðin fellur aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan sex mánaða frá lóðarúthlutun og lokið 12 mánuðum síðar. Byggðaráð vekur athygli á að úthlutunarreglur um ívilanir vegna gatnagerðagjalda miða við að lögaðilar fái að hámarki 2 lóðir samkvæmt þeim reglum, því er ekki mögulegt að fella niður gatnagerðargjöldin af þessari lóð.


6.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018

1808018

Fyrir liggur að fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018 fari fram á Hilton Reykjavík Nordica 11. og 12. október.

Byggðaráð samþykkir að kjörnir fulltrúar eða varamenn þeirra mæti á fjármálaráðstefnuna. Staðfesting óskast í síðasta lagi fyrir lok mánaðar.

7.Sýslumaðurinn á NV - umsókn um tækifærisleyfi - Aðalbjörg Valdimarsdóttir

1808019

Guðmundur Haukur, formaður byggðaráðs, lagði til að tekin yrði fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem Aðalbjörg Valdimarsdóttir sækir um tækifærisleyfi fyrir hönd Refsborg menningarfélag kt. 581111 - 0530.

Samþykkt samhljóða að taka þetta mál fyrir.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Var efnið á síðunni hjálplegt?