120. fundur 18. september 2018 kl. 17:00 - 18:55 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir ritari
Dagskrá
Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs, bar upp tillögu að bæta við einum dagskrárlið er snýr að styrkjum til framboða.

Samþykkt samhljóða.

Þorgils Magnússon, byggingarfulltrúi, mætti í byrjun fundar og sat undir fyrstu tveimur liðum fundarins.

1.Umsókn um lóð - Fálkagerði 2

1808021

Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar þann 5. september 2018 var tekin fyrir umsókn um lóð að Fálkagerði 2 og afgreiðslu hennar vísað til byggðaráðs.

Byggðaráð samþykkir að úthluta Landsneti lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðin fellur aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan sex mánaða frá lóðarúthlutun.

2.Umsókn um lóð - Hnjúkabyggð 29

1803003

Uppbygging ehf óskar eftir framlengingu á úthlutun lóðar að Hnjúkabyggð 29 til 3. mánaða frá 17. september 2018. Áætlað er að framkvæmdir við bygginguna hefjist í lok nóvember 2018 og taki 12 - 13 mánuði.

Byggðaráð samþykkir framlengingu á úthlutun lóðar að Hnjúkabyggð 29 skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðin fellur aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan 3. mánaða frá framlengingu lóðarúthlutunarinnar.

3.Fyrirspurn varðandi smíðastofu í Blönduskóla

1809008

Á sveitarstjórnarfundi 11. september sl. var lögð fram fyrirspurn varðandi gang mála á smíðastofu í Blönduskóla.

Byggðaráð fór yfir þau gögn sem liggja fyrir um áform að smíðastofu. Sveitarstjóra er falið að svara fyrirspurn.

4.Fjárhagsáætlun 2019

1809010

Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri, lagði fram drög að skipulagi við vinnu fjárhagsáætlunar 2019.

Byggðaráð samþykkir að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2019.

5.Íbúðalánasjóður - Húsnæðismál á landsbyggðinni- Tilraunaverkefni

1809009

Íbúðalánaðsjóður leitar til sveitarfélaga til þátttöku í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Tilraunaverkefnið snýr að því að leita leiða til þess að bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni. Verkefnið tekur mið af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem fram kemur að stuðla skuli að eflingu og auknu jafnvægi á húsnæðismarkaði. Einnig tekur það mið af stefnumótandi byggðaáætlum sem samþykkt var á Alþingi þann 11. júní sl. þar sem m.a. er kveðið á um markmið um fjölgun íbúða á svæðum þar sem skortur á hentugu íbúðarhúsnæði hamlar uppbyggingu í sveitarfélögum.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að sækja um þátttöku í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs fyrir hönd Blönduósbæjar.

6.SSNV - fundargerð 34. fundar stjórnar 15. ágúst 2018

1809012

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.SSNV - fundargerð 35. fundar stjórnar 21. ágúst 2018

1809013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.SSNV - Aukaársþing SSNV 2018

1808003

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.SSNV - fundargerð 36. fundar stjórnar 4. september 2018

1809011

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Byggðasamlag um menningu og atvinnumál - fundargerð 31. ágúst 2018

1809014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Brunavarnir Austur - Húnavatnssýslu - fundargerð 13. september 2018

1809015

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Styrkur til stjórnmálasamtaka

1809016

Byggðaráð felur sveitarstjóra að útbúa reglur fyrir Blönduósbæ um framlög til stjórnmálasamtaka er bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga með vísan til laga um "Framlög til stjórnmálasamtaka frá sveitarfélögum" Nr. 162/2006, 5.Gr.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Var efnið á síðunni hjálplegt?