122. fundur 18. október 2018 kl. 16:15 - 19:20 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019

1809010

Farið var yfir hvernig vinnu við fjárhagsáætlun verður hagað á næstu vikum með tilliti til fyrirliggjandi viðmiðunardagssetninga í október og nóvember.
Rætt var um þær styrkbeiðnir sem borist hafa samkvæmt auglýsingu, fyrirliggjandi samninga um styrki og aðra smærri styrki á mismunandi málaflokka.
Yfirfarið samanburðar skjal um uppfærðar gjaldskrár og rætt um forsendur fyrir gjaldskrárbreytingum á ýmsum málaflokkum.
Farið var yfir minnispunkta og beiðnir frá mismunandi deildum og upplýst um þá fundi sem haldið var með deildarstjórum.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 10. október 2018

1810026

864. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

3.Tónlistarskóli Austur - Húnvetninga - fundargerð 42. fundar stjórnar

1810025

Fundargerð 42. fundar stjórnar byggðasamlags Tónlistarskóla A-Hún lögð fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 19:20.

Var efnið á síðunni hjálplegt?