123. fundur 30. október 2018 kl. 16:15 - 19:55 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Elfa Björk Sturludóttir ritari
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir ritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019

1809010

Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar, mætti undir þessum lið.

Róbert Daníel Jónsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi, mætti á fundinn kl. 16:30 og gerði grein fyrir tillögum sínum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
Róbert yfirgaf fundinn kl. 17:00.

Jóhanna G. Jónasdóttir, leikskólastjóri Barnabæjar og Sigríður Helga Sigurðardóttir, aðstoðarleikskólastjóri Barnabæjar mættu á fundinn kl. 17:00 og gerðu grein fyrir tillögum sínum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
Jóhanna og Helga yfirgáfu fundinn kl. 17:30

Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður tæknideildar Blönduósbæjar og Páll Ingþór Kristinsson, eftirlitsmaður eigna, mættu á fundinn kl. 17:30 og gerðu grein fyrir tillögum sínum að fjárhagsáætlun 2019.
Ágúst Þór og Páll Ingþór yfirgáfu fundinn kl. 19:00.

Sigrún yfirgaf fundinn kl. 19:15.

2.Húsnæði fyrir sjálfstæða búsetu

1810021

Félags- og skólaþjónusta A-Hún hefur lagt fram frumdrög af afstöðumynd vegna hugmynda um byggingu húsnæðis fyrir sjálfstæða búsetu sem tæki við hlutverki sambýlisins að Skúlabraut 22.

Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd mælir með því að staðsetja íbúðakjarna við Flúðabakka enda hentar staðsetningin núverandi þjónustuþegum. Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd vísar afgreiðslunni til byggðaráðs.

Byggðaráð veitir vilyrði fyrir lóðinni með vísan til greinar 3.2.1 í samþykktum við úthlutun byggingarlóða á Blönduósi.

3.Jólaskreytingar í Gamla bænum á Blönduósi

1810034

Þórdís Rúnarsdóttir, ferðamálafulltrúi Austur Húnavatnssýslu og íbúi í Gamla bænum leggur til að settar verði upp jólaskreytingar á ljósastaura í Gamla bænum. Meðfylgjandi var hugmynd að útfærslu.

Byggðaráð felur tæknisviði að útfæra hugmyndina er varðar jólaskreytingar við Aðalgötu í Gamla bænum.

4.Erindi frá Starfsleikni ehf

1810035

Steinunn Stefánsdóttir frá Starfsleikni ehf. hefur nú lokið við áætlaða vinnu á leikskólanum Barnabæ. Lögð fram samantekt um vinnuna þar sem fram kemur jákvæð umsögn um þá vinnu sem fram hefur farið og stöðuna í dag.

Lagt fram til kynningar.

5.Samgöngufélagið - Samgönguáætlun 2019-2033

1810033

Samgöngufélagið hefur sent inn á vef Alþingis athugasemdir við tillögur til þingsályktunar að samgönguáætlun 2019 - 2033.

Byggðaráð getur alls ekki tekið undir þær athugasemdir sem fram komu í erindinu enda alfarið á móti því efnislega sem þar kemur fram.

6.Brunabót - Ágóðagreiðsla 2018

1810028

Á síðasta aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ var samþykkt að áfram skuli hagnaður af starfsemi félagsins árlega greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.

Hlutdeild Blönduósbæjar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,009% og greiðsla ársins þann 30. október verður þá hlutfall af kr. 50 mkr. eða kr. 504.500.- Blönduósbær hefur í dag móttekið greiðsluna.

Lagt fram til kynningar.

7.Erindi frá Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - Afskriftabeiðni

1810036

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vesta óskar eftir afskrift á þing- og sveitarsjóðsgjöldum að upphæð 28.492 kr.

Bókun færð í trúnaðarbók.

8.Fjölbrautaskóli NV - fundargerð frá 9. okt 2018

1810027

Fundargerð Fjölbrautaskóla NV frá 9.10.2018 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:55.

Var efnið á síðunni hjálplegt?