125. fundur 08. nóvember 2018 kl. 16:15 - 20:36 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir fundarritari
Dagskrá
Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður Byggðaráðs, óskaði eftir í byrjun fundar að bæta við einu máli á dagskrá, sem verður mál nr. 4.

Samþykkt samhljóða.

1.Fjárhagsáætlun 2019

1809010

Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar mætti undir þessum lið.

Umræður urðu um fjárhagsáætlun 2018, farið var yfir forsendur áætlunarinnar, styrkbeiðnir og samningsbundna styrki, útsvarsprósentu, fasteignagjöld, húsaleigu og gjaldskrár.

2.Erindi um aðgengi fatlaðra að sundlaug og íþróttamiðstöð Blönduósbæjar

1811001

Fyrir fundindum lá erindi frá Ásdísi Öddu Ólafsdóttur, sjúkraþjálfa þar sem óskað er eftir svörum um stefnu Blönduósbæjar hvað varðar aðgengi fatlaðra að sundlaug Blönduóss og efri hæðar íþróttamiðstöðvar.
Eftir umræður um málið var sveitarstjóra falið að svara erindinu á grundvelli umræðunnar.

3.Húnavatnshreppur - fundargerð 209. fundar sveitarstjórnar 24. okt 2018

1810037

Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Húnavatnshreppur - Fundargerð 209 - fundar sveitarstjórnar 24. okt 2018

1811007

Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2019

1811006

Stígamót óska eftir fjárstuðningi til sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir 50.000 kr. fjárstuðning fyrir árið 2019.

6.Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytið - Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2019

1811005

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga óskar eftir umsóknum frá sveitarfélögum um framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2019.
Sveitarstjóra falið að sækja um framlög fyrir hönd Blönduósbæjar í samráði við Félags- og skólaþjónust A-Hún.

7.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samráðsgátt til umsagnar

1811004

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur lagt drög að nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.SSNV - fundargerð 38. fundar stjórnar 6. nóv 2018

1811003

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Önnur mál

1510017

Fundi slitið - kl. 20:36.

Var efnið á síðunni hjálplegt?