126. fundur 15. nóvember 2018 kl. 16:15 - 19:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Elfa Björk Sturludóttir ritari
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019

1809010

Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar mætti undir þessum lið.

Umræður urðu um fjárhagsáætlun 2019. Farið var yfir tekjuhlið fjárhagsáætlunar og byrjað að fara yfir einstaka málaflokka.

Ágúst Þór mætti á fundinn kl. 17:30 og farið var yfir drög að framkvæmdaráætlun ásamt áframhaldandi yfirferð á gjaldskrám.

Ágúst Þór vék af fundi kl. 18:00

Haldið áfram umræðum um fjárhagsáætlun 2019.

2.Landgræðsla ríkisins - beiðni um styrk til samstarfsverkefnisins Bændur græða landið vegna ársins 2018

1811008

Frá árinu 1990 hefur Landgræðsla ríkisins verið í samstarfi við fjölmarga bændur um uppgræðslu á gróðursnauðum svæðum í heimalöndum þeirra í verkefninu "Bændur græða landið".
Í Blönduósbæ voru 5 þátttakendur í verkefninu árið 2018. Þeir báru 10,8 tonn af áburði á um 55 hektara lands.

Landgræðslan fer þess á leit við Blönduósbæ um fjárstuðning vegna ársins 2018 að upphæð 30.000 kr.

Byggðaráð samþykkir 30.000 kr sem færist á 1189 - 9919.

3.Jólasjóður A-Hún - styrkbeiðni vegna jóla 2018

1811010

Jólasjóður A-Hún óskar eftir fjárstuðningi vegna jóla 2018, sjóðnum er ætlað að styrkja bágstadda einstaklinga og fjölskyldur hér á svæðinu fyrir jólin.
Sjóðurinn er eingöngu byggður upp á gjafafé og styrkjum frá félögum, bæjarfélögum og einstaklingum.

Byggðaráð samþykkir 100.000 kr. styrk sem færist á 0285 - 9919

4.Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps - Styrkumsókn 2019

1811011

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps óskar eftir styrk til starfsins frá sveitarfélaginu, líkt og hefur verið á liðnum árum, en kórinn hefur unnið öflugt starf.

Byggðaráð samþykkkir 50.000 kr. styrk sem færist á 0589 - 9919

5.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - viðauki við fjárhagsáætlun

1811009

Reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur það hlutverk í sveitarstjórnarlögum að stuðla að samræmingu í reikningsskilum sveitarfélaga og öðrum fjárhagslegum ráðstöfunum þeirra.

Lagt fram tilkynningar.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Var efnið á síðunni hjálplegt?