128. fundur 27. nóvember 2018 kl. 15:30 - 16:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Rannveig Lena Gísladóttir varamaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019 - fyrri umræða

1811013

Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar mætti undir þessum lið.

Umræður urðu um fjárhagsáætlun 2019.
Fjárhagsáætlun Blöndúósbæjar fyrir árið 2019 er vísað til fyrri umræðu sveitarstjórnar.

2.Viðauki við fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2018

1806001

Viðauki við fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2018 er vísað til sveitarstjórnar.

Sigrún Hauksdóttir vék af fundi kl. 15:45

3.Gagntilboð Þverbraut 1

1811017

Sveitarstjóri fór yfir forsendur og aðdraganda viðræðna við fasteignasöluna Domus vegna Þverbrautar 1 og vísaði í minnisblað sem sent hafði verið á sveitarstjórn. Tilboð voru gerð í báðar eignir að Þverbraut 1 með skýrum fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar og fjármögnun.
Gagntilboð frá eigendum liggur fyrir til ákvörðunar um framhaldið.

Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að gagntilboði verði tekið með áherslu á að húsnæðið nýtist sem fyrst á nýju ári.

4.Staða Gamla KH hús

1811015

Fyrir fundinum lá erindi um stöðu Gamla KH hússins á Blönduósi og mögulega framtíðanýtingu þess á vegum sveitarfélagsins.
Byggðaráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið til enda.

5.Soroptimistaklúbburinn við Húnaflóa - styrkbeiðni

1811020

Soroptimistaklúbburinn við Húnaflóa óskar eftir 50.000 kr fjárstuðningi vegna helgarnámskeiðs fyrir stúlkur á 12. aldurs ári í Austur-Húnavatnssýslu og Húnaþingi vestra. Verkefnið heitir "stelpur geta allt" og er markmið þess að styrkja sjálfsmynd ungra stelpna.

Byggðaráð samþykkir 50.000 kr sem færist á lið 0589-9995

6.Gjaldskrá Brunavarna Austur Húnvetninga

1811014

Gjaldskrá Brunavarna Austur-Húnvetninga lögð fram til staðfestingar og kynntar breytingartillögur sem borist höfðu um orðalag og viðmið.

Byggðaráð samþykkir gjaldskrá fyrir sitt leyti.

7.Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra - fundargerð 13. nóv 2018

1811016

8.Textílsetur Íslands ses - fundargerð aðalfundar 31. okt 2018

1811019

Fundargerð aðalfundar 31. október, ásamt nýrri skipulagsskrá sem samþykkt var á fundinum lagt fram til kynningar.

Byggðaráð vísar erindi til sveitarstjórnar.

9.Þekkingarsetur á Blönduósi - framhaldsaðalfundur 19. nóvember 2018

1811018

Fundargerð framhaldsaðalfundar 19. nóvember ásamt nýrri skipulagsskrá sem samþykkt var á fundinum lagt fram til kynningar.

Byggðaráð vísar erindi til sveitarstjórnar.

10.Tónlistarskóli Austur - Húnvetninga - fundargerð 43. fundar

1811012

Fundargerð frá Tónlistarskóla A-Hún frá 20. nóvember 2018 ásamt fjárhagsáætlun 2019 lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?