129. fundur 05. desember 2018 kl. 16:15 - 19:53 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019

1809010

Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar mætti undir þessum lið.

Umræður urðu um fjárhagsáætlun 2019. Farið yfir minnisblað um þær ákvarðanir og breytingar sem þarf að gera milli umræðna um fjárhagsáætlun.

Samþykkt að fresta síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2019 til þriðjudagsins 18. desember 2018.

Sigrún Hauksdóttir vék af fundi kl. 19:10

2.Enni

1804028

Fyrir fundinum liggur fyrir, frá fasteignasölunni Domus, drög að söluyfirliti fyrir Enni einbýlishús, 541 Blönduósi.
Til greina kemur að selja einbýlishús með eða án útihúsa.

Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram til auglýsingar á grundvelli umræðu á fundinum.

3.Erindi frá Velferðarráðuneyti

1812002

Fyrir fundinum lá boð frá Velferðarráðuneytinu um mótttöku flóttafólks frá Sýrlandi ásamt útskýringum á kostnaði sem ríkissjóður greiðir fyrir fyrsta árið eftir komu flóttafólks til landsins.

Byggðaráð tekur jákvætt í erindið með þeim fyrirvörum sem settir hafa verið varðandi húsnæði og aðra þætti.
Mikilvægt er að kynna verkefnið vel fyrir stjórnsýslu, stofnunum og öllum þeim sem koma þurfi að málum.

4.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019

1812001

Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur fjallað um umsókn Blönduósbæjar um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019. Niðurstaða ráðuneytisins er 86 þorskígildistonn.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu, með tilliti til afgreiðslu fyrri ára.

Fundi slitið - kl. 19:53.

Var efnið á síðunni hjálplegt?