133. fundur 19. febrúar 2019 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson fundarritari
Dagskrá

1.Íbúðalánasjóður - Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

1902011

Þann 21. desember sl. tók gildi reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Reglugerðin er sett í framhaldi af breytingum á lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál og er það m.a. kveðið á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og þær skuli uppfærðar árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að kanna kostnað við gerð húsnæðisáætlunar og koma með tillögu í samráði við tæknideild.

2.Öryrkjabandalag Íslands - Fyrirspurn um notendaráð fatlaðs fólks

1902017

Erindi frá Öryrkjabandalagi Íslands þar sem Bandalagið sendir sveitarfélögum á landinu fyrirspurn um notendaráð fatlaðs fólks.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

3.Erindi frá lögreglunni á Norðurlandi vestra

1512010

Erindi frá lögreglunni á Norðurlandi vestra um fulltrúa í Almannavarnarnefnd Húnavatnssýslna.
Lagt fram til kynningar og frekari skoðunar.

4.UMFÍ - Ungmennastefnan Ungt fólk og lýðræði

1902013

Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands - UMFÍ stendur nú í tíunda sinn fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan verður daganna 10-12 apríl 2019 og er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.
Byggðaráð vísar erindinu til Menningar-, tómstunda og íþróttanefndar, sem tilnefnir fulltrúa sveitarfélagsins.

5.Enni

1804028

Bréf frá Sindra Páli Bjarnasyni, Neðri - Mýrum varðandi afnot af landi jarðarinnar Ennis.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ganga til viðræðna um afnot af landi jarðarinnar Ennis á grundvelli umræðna á fundinum.

Birna Ágústsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

6.Móttaka flóttafólks

1509005

Sveitarstjóri fór yfir stöðu verkefnisins, ákveðið að kynningarfundur fyrir íbúa verði haldinn mánudaginn 25. febrúar klukkan 20:00 í Félagsheimilinu. Þar munu fulltrúar frá Félagsmálaráðuneyti og Rauða Kross Íslands kynna undirbúning og umfang verkefnisins.

7.Húnavatnshreppur - Fundargerð 213 - fundur sveitarstjórnar 30. janúar 2019

1902012

Lagt fram til kynningar

8.SSNV - fundargerð 41. fundar stjórnar SSNV 5. febrúar 2019

1902020

Lagt fram til kynningar.

9.Framkvæmdir við Blönduskóla

1505027

Sveitarstjóri fór yfir vinnuteikningu varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Blönduskóla.

10.Skotfélagið Markviss - skotsvæði og drög að samningum

1902016

Lögð voru fram drög að nýjum samningum um lóð og afnotasvæði Skotfélagsins Markviss
Byggðaráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningum.

11.Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið

1902014

Sveitarstjóri kynnir bréf Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytis um áfangastaðaáætlanir.
Sveitarstjóra falið að kynna skýrsluna til viðeigandi aðila.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?