140. fundur 04. júní 2019 kl. 17:00 - 19:25 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Elfa Björk Sturludóttir ritari
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir ritari
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2019

1903005

Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar, mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu framkvæmda á Blönduósi og undirbúning þeirra.

2.Hrafnshóll - Nýjatún ehf - Erindi

1904007

Samþykktir fyrir Nýjatún ehf.
Farið var yfir mögulegt samkomulag við Nýjatún ehf, sem er óhagnaðardrifið leigufélag í eigu Hrafnshóls ehf, varðandi byggingu fimm íbúða raðhúss við Smárabraut.
Byggðaráð mun skoða forsendur málsins á næstu dögum og ræða við viðkomandi aðila um mögulegar útfærslur.

3.Erindi frá Bílaklúbb Akureyrar

1906003

Stjórn Bílaklúbbs Akureyrar sendir inn erindi með ósk um að fá leyfi sveitarfélagsins til þess að halda Torfærukeppni í malarnámu sveitarfélagsins laugardaginn 29. júní 2019.
Byggðaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4.Tónlistarskóli Austur - Húnvetninga - skipting vegna framkvæmda 2019

1906002

Tónlistarskóli Austur - Húnvetninga óskar eftir auka greiðslu vegna framkvæmda við tónlistarskóla.
Byggðaráð frestar ákvörðun málsins og óskar frekari skýringa á fyrirliggjandi kostnaði sem fram kemur í erindinu.

5.Ræktað land nr. 86

1805001

Erindi dags. 25. mars frá Umhverfis- og Auðlindaráðuneytinu þar sem svarað er beiðni um að taka að nýju eignarnámi á ræktuðu landi nr. 86 á Blönduósi, eign 233-7666, landnúmer 145238. Í erindinu veitir ráðuneytið Blönduósbæ heimild til að taka eignarnámi framantalið land með sbr. 1.mgr. 50. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrir lá tölvupóstur frá Stefáni Ólafssyni, lögmanni Blönduósbæjar, þar sem óskað er eftir formlegu erindi ásamt rökstuðningi um framhald málsins frá sveitarstjórn.
Byggðaráð vísar erindinu til sveitarstjórnar til staðfestingar og formlegrar bókunar.

6.Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn Air 66N

1704002

Markaðsstofa Norðurlands hefur frá upphafi haft umsjón með starfi Flugklasans Air 66N á Norðurlandi. Markmið klasans er að koma beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar. Klasinn var stofnaður árið 2011 og síðan þá hefur mikið starf verið unnið til þess að búa í haginn og byggja upp svæði til þess að taka á móti flug beint til Norðurlands.
Air66 óskar eftir aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemur 300 kr á hvern íbúa á ári í 3 ár (2020-2023).
Byggðaráð hafnar erindinu, að svo stöddu, en beinir því til Flugklasans Air 66N að sækja um styrki á auglýstum tíma í aðdraganda fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins.

7.Kvörtun vegna skotsvæðis

1905017

Fyrir fundinum lá kvörtun frá Þórði Pálssyni, vegna skotæfingasvæðis Markviss, ásamt svarbréfi frá Guðmanni Jónassyni og Jóni Kristjánssyni fyrir hönd skotfélagsins Markviss.

Sveitarstjóra falið að skoða málið og koma með tillögu að svari til málsaðila.

8.Brautarhvammur 1 - Umsögn um rekstrarleyfi

1906005

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn frá Blöndu ehf kt. 520308-0400, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Brautarhvammi 1, Blönduósi.
Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

9.Brautarhvammur 2 - Umsögn um rekstrarleyfi

1906006

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn frá Blöndu ehf kt. 520308-0400, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Brautarhvammi 2, Blönduósi.
Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

10.Brautarhvammur 4 - Umsögn um rekstrarleyfi

1906007

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn frá Blöndu ehf kt. 520308-0400, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Brautarhvammi 4, Blönduósi.
Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

11.Brautarhvammur 5 - Umsögn um rekstrarleyfi

1906008

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn frá Blöndu ehf kt. 520308-0400, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Brautarhvammi 5, Blönduósi.
Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

12.Ömmukaffi - umsókn rekstrarleyfi

1905011

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn frá Örvar ehf kt. 570914-0140, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Húnabraut 2, Blönduósi.
Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

13.Aðalfundur Farskólans 29. maí 2019

1906001

Fundargerð Farskólans - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra.
Fundargerð lög fram til kynningar.

14.Byggðasamlag um menningar og atvinnumál - fundargerð frá 19. mars 2019

1906004

Fundargerð Byggðasamlags um menningu og atvinnumál A-Hún.
Fundargerð lög fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:25.

Var efnið á síðunni hjálplegt?