141. fundur 25. júní 2019 kl. 17:00 - 19:13 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir fundarritari
Dagskrá
Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður Byggðaráðs, óskaði eftir í byrjun fundar að bæta við einu máli á dagskrá, sem verður mál nr.11

1.3 mánaða staða fjármála Blönduósbæjar

1906016

Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari mætti undir þessum lið og fór yfir þriggja mánaða stöðu Blönduósbæjar.

2.Leyfi frá setu í sveitarstjórn

1906012

Vegna breyttra aðstæðna óskar Rannveig Lena Gísladóttir eftir leyfi frá setu í sveitarstjórn frá og með næstu mánaðarmótum.
Byggðaráð samþykkir ótímabundið leyfi Rannveigar Lenu frá sveitarstjórn og öðrum nefndum. Jafnframt var samþykkt að Arnrún Bára Finnsdóttir taki sæti í sveitarstjórn í hennar stað.
Byggðaráð fyrir hönd sveitarstjórnar þakkar Rannveigu Lenu fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins.

3.Skúlabraut 21 - mögulegar breytingar

1906018

Byggðaráð samþykkir að leigja út Skúlabraut 21 aftur með vísan í fyrirliggjandi gögn.

4.Persónuverndarfulltrúi sveitarfélaga

1807026

Fyrir liggur að Advania mun á næstu mánuðum klára þá vinnu sem þeir hafa verið ráðnir til vegna grunnvinnu persónuverndarmálum.
Byggðaráð samþykkir að leita eftir tilboðum frá 3 aðilum vegna áframhaldandi vinnu við persónuverndarmál sveitarfélagsins.

5.Binding kolefnis og uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi til framtíðar, landsáætlun og landshlutaáætlanir í skógrækt

1906015

Sú breyting varð þann 1. júlí 2016 á stjórnskipulagi skógræktar í landinu að landshlutaverkefni í skógrækt og Skógrækt ríkisins sameinuðust í eina stofnun, Skógræktina. Í nýsamþykktum lögum um skóga og skógrækt (maí 2019) segir að Skógræktin skuli í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög, skógarbændur og aðra hagsmunaaðila vinna landshlutaáætlanir, þar sem útfærð er stefna um skógrækt úr sk. landsáætlun í skógrækt.
Erindi lagt fram til kynningar. sveitarstjóra falið að kanna betur möguleika Blönduósbæjar til þátttöku í skógræktar verkefnum.

6.Hrafnshóll - Nýjatún ehf - Erindi

1904007

Sveitarstjóra og formanni byggðaráðs falið að vinna málið áfram á grundvelli þeirrar umræðu sem var á fundinum.

7.Rarik - götulýsing í Blönduósbæ

1904014

Sveitarfélagið samþykkir að ganga til samninga um afhendingu götulýsingarkerfis til eigna í Blönduósbæ. Samningur verður lagður fyrir byggðaráð þegar samningur liggur fyrir.

8.Norðurá bs - fundargerð aðalfundar 5. júní

1906014

Fundargerð aðalfundar Norðurá bs.
Fundargerð lög fram til kynningar.

9.Félags- og skólaþjónusta A-Hún - fundargerð 18. júní 2019

1906011

Fundargerð Félags- og skólaþjónustu A-Hún
Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Húnavatnshreppur - fundargerð 217. fundar sveitarstjórnar

1906017

Bókun 217. fundar sveitarstjórnar Húnavatnshrepps
Lagt fram til kynningar.

11.Brimslóð ehf - Umsögn um rekstrarleyfi

1906019

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn frá Brimslóð ehf kt.451101-3740 , um leyfi til að reka gististað í flokki II að Brimslóð 8, Blönduósi.
Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn, m.a. um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila

Fundi slitið - kl. 19:13.

Var efnið á síðunni hjálplegt?