142. fundur 11. júlí 2019 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
 • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
 • Sigurgeir Þór Jónasson varamaður
Starfsmenn
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
 • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
 • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
 • Anna Margrét Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir fundarritari
Dagskrá
Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður Byggðaráðs, óskaði eftir í byrjun fundar að bæta við einu máli á dagskrá, sem verður mál nr. 15

1.Framkvæmdir 2019

1903005

Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar, mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu framkvæmda á Blönduósi og undirbúning þeirra.
Byggðaráð samþykkir að taka tilboði dags. 14. mars frá Kímu ehf í þak á viðbyggingu Blönduskóla.
Ágúst Þór vék af fundi kl. 17:40

2.Ásgerður Pálsdóttir - vegna fjallskila og landgjalds

1907005

Erindi frá eigendum Geitaskarðs í Langadal vegna fjallskila og landgjalds.
Anna Margrét Jónsdóttir mætti undir þessum lið og farið var yfir málin.
Byggðaráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar til umfjöllunar.

3.Kaupsamningur á ræktuðu landi nr. 82, F2337665

1907007

Byggðráð samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning um kaup á ræktuðu landi nr. 82.

4.Verkefnastjórar í leikskólanum Barnabæ

1907008

Erindi frá Jóhönnu G. Jónasdóttur, leikskólastjóra Barnabæjar.
Byggðaráð samþykkir breytingar á 4 stöðugildum við leikskólann Barnabæ samkvæmt tillögu leikskólastjóra.

5.Aukastyrkur vegna barna og unglingastarfs frá Golfklúbbnum Ós

1907011

Golfklúbburinn Ós óskar eftir aukastyrk frá Blönduósbæ vegna barna- og unglingastarfs golfklúbbsins sumarið 2019.
Byggðaráð samþykkir styrkbeiðni að upphæð 300.000 kr vegna barna- og unglingastarfs golfklúbbsins.

6.Umhverfisstofnun - Endurskoðun - lokunarfyrirmæli urðunarstaða

1907006

Þann 26. apríl sl. sendi Umhverfisstofnun Blönduósbæ tilkynningu um endurskoðun fyrirmæla um frágang og vöktun vegna urðunarstaðar við Draugagil.
Lagt fram til kynningar.

7.Þjóðskrá Íslands - Fasteignamat 2020

1907010

Fasteignamat allra fasteigna er endurmetið 31. maí ár hvert. Þjóðskrá skal kynna sveitarfélögum og eigendum fasteigna niðurstöður endurmatsins og tekur nýtt fasteignamat gildi 31. desember, sbr. 32. gr. a laga, nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna. Fasteignamat skal endurspegla gagnverð miðað við síðastliðinn febrúarmánuð.
Lagt fram til kynningar.

8.Samstaða - staðan í kjaramálum félagsmanna Stéttarfélagsins Samstöðu sem vinna hjá sveitarfélögum í Húnavatnssýslum.

1907004

Stéttarfélagið Samstað vill vekja athygli á þeirri stöðu sem nú ríkir í samningamálum félagsmanna sem vinna hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu.
Sveitarfélagið hefur falið Sambandi íslenskra sveitarfélaga samningsumboð sitt og í yfirliti frá Sambandinu, sem liggur fyrir fundinum, kemur fram að ekki hefur verið samið um þá greiðslu sem vitnað er til.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

1905015

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 21. júní 2019 voru lögð fram drög að yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem lögð var fram á stofnfundi 19. júní 2019.
Byggðaráð staðfestir yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjónanna sem samþykkt var 19. júní 2019.

10.Hrafnshóll - Nýjatún ehf - Erindi

1904007

Samningur um skilyrta leigutryggingu milli Blönduósbæjar og Nýjatúns ehf. Vegna byggingu raðhúsa á Smárabraut 23-27.
Byggðaráð samþykkir framlagðan samning með breytingum á lið 5 sem ræddar voru á fundinum og nýjum lið um tímaramma framkvæmda. Sveitarstjóra falið að undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins verði fallist á framangreindar breytingar.

11.Icelandic times á ensku og kínversku í samvinnu við Alipay

1906013

Valdimar kynnti tilboð um umfjöllun um Blönduós og nágrenni í Icelandic times á ensku og kínversku,og einnig leiðbeiningar um notkun á greiðslufyrirkomulagi Alipay.
Byggðaráð samþykkir samninginn og færist á lið 1380-4913.

12.Girðing í landi Hjaltabakka

1907012

Erindi frá eigendum Hjaltabakka þar sem þeir gera skriflega kröfu um að Blönduósbær uppfylli ákvæði a og b liðar nr. II í samningi frá 21. maí 1931 milli eiganda Hjaltabakka og Blönduóshrepps hvað varðar viðhald og viðgerðir á girðingu í landi Hjaltabakka, frá sjó og við Draugagili að Krókhyl í Laxá á Ásum.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu eftir úttekt starfsmanna sveitarfélagsins.

13.Fundargerð fundar samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélga og Kennarasambands Íslands, Félags stjórnenda leikskóla

1907009

Lagt fram til kynningar.

14.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57

1906005F

 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Erindið lagt fram til kynningar. Umræður urðu um eflingu á skógrækt í sveitarfélaginu. Rætt var um möguleika á að skilgreina hluta af jörðinni Enni sem skógræktarsvæði.
 • 14.2 1907002 Bæjarskilti
  Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Umræður urðu um verkefnið. Lögð var fram tillaga frá Nýprent um bæjarskilti. Samþykkt að vinna áfram að verkefninu.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Farið yfir nokkrar gönguleiðir í þéttbýli á Blönduósi og rætt um að gera þriggja ára áætlun um uppbyggingu göngustíga. Vinna þarf frekar að verkefninu m.a. með því að hnitsetja gönguleiðir á svæðinu. Nefndin telur verkefnið mikilvægt og til eflingar í samfélaginu og verður unnið áfram að verkefninu á milli funda í samstarfi við starfsmenn sveitarfélagsins.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Fulltrúar úr nefndinni munu fara í vettvangsferð og verða tillögur nefndarinnar bókaðar á næsta fundi.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Umræður urðu um geymslusvæði fyrir gáma, skipulagsfulltrúa og tæknideild falið að útfæra tillögu að geymslusvæði og kynna fyrir nefndinni.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Nefndin samþykkir að veita framkvæmdarleyfi og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá því. Nefndin ítrekar að tryggja þarf öryggi gangandi og hjólandi á brúnni á framkvæmdatímanum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Nefndin samþykkir að veita framkvæmdarleyfi með fyrirvara um umsagnir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið þegar umsagnir hafa borist.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Nefndin samþykkir byggingaráformin.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Farið var yfir málsmeðferð á umsóknum við minniháttar breytingar á fasteignum og fór byggingarfulltúi yfir dæmi um slíkt og með hvaða hætti það tengist byggingarreglugerð og afgreiðslu mála. Byggingarfulltrúi tekur saman minnisblað um málsmeðferðina.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 57 Fundargerð lögð fram til kynningar Bókun fundar Byggðaráð staðfestir 57. fundargerð Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar frá 3. júlí sl.

15.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 34

1906006F

 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 34 Þuríður Þorláksdóttir fór yfir starfsmannamál Blönduskóla og þær ráðningar sem hafa verið gerðar.
  Annars vegar var ráðin Hafrún Ýr Halldórsdóttir í 70% starf.
  Hins vegar var ráðin Páley Sonja Wiium í 100% starf.
  Ráðningin staðfest með 4 atkvæðum, Atli Einarsson vék af fundi meðan á atkvæðagreiðslu stóð vegna tengsla.
  Skólastjóri kynnti hugmynd um að ráða tímabundið verkefnissjóra tæknimála í 25-30% stöðu vegna innleiðingar tækninýjunga í skólastarfið.
  Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til Byggðaráðs.
 • 15.2 1903016 Mötuneytismál
  Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 34 Valdimar O. Hermannsson fór yfir stöðu og hugmyndir varðandi mötuneytismál Blönduskóla. Vegna framkvæmda við Blönduskóla á komandi vetri verður ekki mögulegt að ráða matráð við mötuneyti Blönduskóla næstkomandi vetur.
  Fræðslunefnd leggur áherslu á að í fjárhagsáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir fullbúnu framleiðslueldhúsi í Blönduskóla og fyrir liggi samanburður á framleiðslueldhúsi sem rekið er af sveitarfélaginu annars vegar og aðkeyptum mat hins vegar.
  Fræðslunefnd mælir með því að skólamáltíðir fyrir bæði skólastig verði boðnar út til eins árs fyrir næsta vetur.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 34 Jóhanna G Jónasdóttir fór yfir starfsmannamál Barnabæjar og þær ráðningar sem hafa verið gerðar.
  Agnieszka Maqdziak hefur verið ráðin í 100% starf.
  Violetta Zebrowska hefur verið ráðin í 60% starf.
  Ágústa H. Óskarsdóttir hefur sagt starfi sínu sem sérkennslustjóri lausu og hefur Sigríður Helga Sigurðardóttir verið ráðin til eins árs í þá stöðu.
  Áfram verður rætt um starfsmannamál á næsta fundi þar sem ekki eru allar stöður fullmannaðar.
  Fræðslunefnd samþykkir ráðningarnar samhljóða fyrir sitt leyti.
 • 15.4 1903021 Ytra mat Barnabæjar
  Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 34 Leikskólastjóri fór yfir undirbúning ytra mats Barnabæjar sem fer fram í byrjun október. Bókun fundar Byggðaráð staðfestir 34. fundar fræðslunefndar frá 10. júlí

Fundi slitið - kl. 19:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?