143. fundur 08. ágúst 2019 kl. 17:00 - 19:12 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Lóðamál

1901004

Þorgils Magnússon,skipulags- og byggingarfulltrúi Blönduósbæjar mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu lóðamála á Blönduósi. Byggðaráð samþykkir að senda út bréf til allra lóðarhafa og óska eftir upplýsingum um byggingaráform.
Þorgils vék af fundi kl. 17:30

2.Kleifar og Ræktað land nr. 86

1805001

Stefán Ólafsson, mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu mála varðandi jörðina Kleifar og Ræktað lands nr. 86.
Byggðaráð felur Stefáni að vinna áfram að málum vegna jarðarinnar Kleifa í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar.
Boðað hefur verið til fundar í matsnefnd eignarnámsbóta vegna ræktaðs lands nr. 86.

3.Skólamáltíðir útboðsgögn

1908012

Þriðjudaginn 30. júlí sl. voru opnuð tilboð í skólamáltíðir fyrir Blönduskóla og Leikskólann Barnabæ á Blönduósi.
Byggðaráð samþykkir að taka tilboði lægst bjóðanda sem er Himinn sól ehf og mun verða gerður samningur á þeim forsendum.

4.Útboðsverk Fálkagerði Blönduósi - veitur 2019

1908013

Fimmtudaginn 1. ágúst sl. voru opnuð tilboð í útboðsverkið "Fálkagerði Blönduósi - Veitur 2019"
Guðmundur vék af fundi undir þessum lið vegna tengsla.
Byggðaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í verkið sem eru Víðimelsbræður ehf, en tilboð þeirra hljóðaði uppá 76,3 % af kostnaðaráætlun verksins, sem reiknað var af Stoð ehf verkfræðistofu.

5.Ferðaþjónusta

1908011

Erindi frá bræðrunum Gunnlaugi Dan Sigurðssyni, Ingólfi Daníel Sigurðssyni og Sigurði Þorra Sigurðssyni, þar sem þeir sækja um stuðning vegna ferða til og frá vinnu.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að ganga frá málinu fyrir árið 2018 og til júlí 2019 á grundvelli fyrirliggjandi gagna, og koma með tillögu að viðauka vegna uppgjörsins.

6.Samband íslenskra sveitarfélga - Setning reglna sveitarfélaga um notendastýrða persónulega aðstoð

1908008

Sambandið hefur unnið að því, í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og að viðhöfðu samráði við samtök fatlaðs fólks, að taka saman leiðbeiningar um þá innleiðingu sem nú stendur yfir á notendastýrði persónulegri aðstoð við fatlað fólk (NPA).
Lagt fram til kynningar.

7.Blönduskóli - kennslumagn fyrir skólaárið 2019-2020

1908004

Skólastjóri Blönduskóla óskar eftir að samþykkt verði kennslumagn fyrir skólaárið 2019-2020.
Byggðaráð samþykkir umbeðið kennslumagn en vísar auknum kostnaði til viðauka og vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

8.Blönduskóli - verkefnisstjóri

1908005

Tillaga er um ráðningu verkefnisstjóra í eitt ár í 30% stöðu. Viðkomandi mun sinna hefðbundinni bekkjarkennslu í 18 kest. á viku samhliða verkefnisstjórastarfinu. Fræðslunefnd mælir með ráðningunni í fundargerð frá 10. júlí 2019.
Byggðaráð samþykkir ráðningu verkefnisstjóra í 30% stöðu á grundvelli starfslýsingar sem liggur fyrir fundinum.

9.Mennta - og menningarmálaráðuneytið - drög að leiðbeiningum til umsagnar

1908010

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur haft til meðferðar mál sem snúa að atriðum varðandi ökumenn sem sinna skólaakstri grunnskólabarna. Í ljósi þeirra mála telur ráðuneytið tilefni vera til þess að veita sveitarfélögum almenna leiðsögn um atriði varðandi skólaakstur í grunnskóla, n.t.t. varðandi réttindi og hæfi þeirra ökumanna sem sinna skólaakstri.
Byggðaráð geriri ekki athugasemdir við drög að leiðbeiningum en vísar að öðru leyti til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélga.

10.Umhverfisstofnun - stefna um meðhöndlun úrgangs

1908003

Með bréfi dags. 18. janúar 2018 óskaði umhverfis- og auðlindaráðuneytið efitr því að Umhverfisstofnun ynni tillögur að nýrri stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt. Í slíkri stefnu skulu m.a. koma fram uppýsingar um stöðu úrgangsmála í landinu, hlutverk stjórnvalda og einkaaðila við meðhöndlun úrgangs og stefna til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun sbr. 1 mgr. 5. gr laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram til kynningar.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga - Jafnlaunavottun

1908009

Samband íslenskra sveitarfélga vill minna sveitarfélög á lögbundin frest til að öðlast jafnlaunavottun. Samkvæmt 2. mgr. 4.gr. laga nr. 56/2017 um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun) sem tóku gildi 1. janúar 2018.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram, senda til jafnréttisnefndar til kynningar og leggja fyrir byggðaráð til staðfestingar.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

1905015

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi munu standa fyrir málstofu um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á LÝSU sem fara fram núna í upphafi september í Hofi á Akureyri.
Sveitarstjóra falið að sækja málstöðuna og upplýsa byggðaráð um framgöngu málanna.

13.Örnefnanefnd- ensk nöfn á íslenskum stöðum

1908002

Örnefnanefnd mælir með því að reynt verði að finna leiðir til að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Örnefnanefnd beinir því þeim tilmælum til sveitarfélaga að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf á því kemur upp og sporna þarf gegn óviðunandi nafni sem annars gæti fest í sessi.
Lagt fram til kynningar.

14.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1908001

Byggðaráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir greinargerð frá fræðslustjóra.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 872. fundar

1908007

Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.SSNV - fundargerð 46. fundar stjórnar, 6. ágúst 2019

1908006

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:12.

Var efnið á síðunni hjálplegt?