144. fundur 22. ágúst 2019 kl. 17:00 - 18:57 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
 • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
 • Sigurgeir Þór Jónasson varamaður
Starfsmenn
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
 • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Ársreikningar félaga 2018

1908024

Farið var yfir ársreikninga Háubrekku og Skúlahorns ehf. og þeir undirritaðir. Ræddar breytingar sem gera þarf á stjórnum annarra félaga.

2.Gagnaver á Blönduósi

1908027

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum gagnavers á Blönduósi um stöðu mála.

3.Leiguíbúðir Blönduósbæjar

1908025

Farið var yfir stöðu leiguíbúða í eigu Blönduósbæjar og breytingar sem liggja fyrir þar. Ákvörðun um mögulega sölu íbúða verður tekin í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir 2020.

4.Sýslumaðurinn á NV - umsókn um tækifærisleyfi

1908022

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn frá Aðalbjörgu Valdimarsdóttur, sem sækir um tækifærisleyfi fyrir hönd Refsborg menningarfélag kt. 581111-0530,
Byggðaráð samþykkir jákvæða umsögn um veitingu leyfisins.

5.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1908001

Fært í trúnaðarbók.

6.Sveitarfélagið Skagafjörður - 12. fundur þjónusturáðs - þjónustu við fatlað fólk á NV

1908018

Fundargerð 11. fundar þjónusturáðs, þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra, ásamt ársyfirliti 2018 um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra gerðu með sér samning til eins árs, með gildistöku 1. janúar 2016, þar sem Akrahreppur, Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Skagabyggð,Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing vestra sömdu við Sveitarfélagið Skagafjörð um að vera leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Nýr samningur var gerður af sömu aðilum og gilti frá og með 1. janúar 2017. Samningstími er til 31. desember 2019 og er í samningum kveðið á um að aðildarsveitarfélögin skulu ákveða sameiginlega fyrir 1. nóvember 2019 hvort samningurinn verði endurnýjaður. Þjónusturáð verkefnisins skal skila áliti til aðildarsveitarfélaga um samstarf og jafnframt gera tillögu að samningi sem gildi frá 1. janúar 2020.
Byggðaráð samþykkir að halda áfram samstarfi en óskar eftir aðkomu að gerð nýs samnings.

7.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkis í málefnum sveitarfélaga

1908019

Ráðuneytið hefur birt til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033
Lagt fram til kynningar.

8.Rarik - götulýsing í Blönduósbæ

1904014

Samningur um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Blönduósbæ.
Sveitarstjóra falið að undirrita fyrirliggjandi samning, sem miðast við yfirtöku á götulýsingarkerfi til eignar í Blönduósbæ frá og með 1. september 2019 en þá yrði haldinn sérstakur afhendingarfundur.

9.Áskorun til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands frá Samtökum grænkera á Íslandi

1908023

Lagt fram til kynningar.

10.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Grænbók um flugstefnu fyrir Ísland

1908021

Nýlega birtist á Samráðsgátt stjórnvalda Grænbók með drögum að flugstefnu fyrir Ísland. Opnað var fyrir umsagnir 26. júlí og er opið til 16. ágúst.
Sveitarstjóra falið að skila inn umsögn fyrir framlengdan frest, sem er til 2. september, um flugstefnu fyrir Ísland, þar sem vakin er athygli á stöðu Blönduósflugvallar, vegna sjúkraflugs og annarrar notkunar. Um Blönduós og nágrannasveitarfélög liggur þjóðvegur nr 1., með tugi kílómetra innan sveitarfélaganna og þar fara vel yfir 700 þúsund bílar á ári hverju, með tilheyrandi slysahættu, sem aftur kallar á viðeigandi öryggisviðbragð fyrir íbúa, ferðamenn og aðra þá er fara um NV-land.

11.Ljósleiðari í þéttbýli

1908026

Sveitarstjóra falið að taka upp formlegar viðræður við Mílu, og aðra aðila, sem þurfa að koma að málum, til þess að flýta fyrir og efla ljósleiðavæðingu í þéttbýlinu á Blönduósi.

12.XXXIV. landsþing sambandsins

1908020

XXXIV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem er aukalandsþing, verður haldið föstudaginn 6. september nk. á Grand hótel Reykjavík.
Meginumræðuefni landsþingsins verður tillaga að stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga.
Fulltrúar Blönduósbæjar á auka landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. september nk. verða Guðmundur H. Jakobsson, með atkvæði og Valdimar O. Hermannsson með málfrelsi og tillögurétt.

13.Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundarboð

1604026

Byggðaráð samþykkir að Guðmundur H. Jakobsson fari með þau atkvæði sem tilheyra Blönduósbæ.

14.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 17

1908002F

Fundargerð 17. fundar jafnréttinefndar lögð fram til kynningar á 144. fundi byggðaráðs eins og einstök erindi bera með sér.
Lagt fram til kynningar.
 • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 17 Jafnréttisnefnd vann að verk- og tímaáætlun sem er fylgiskjal með jafnréttisáætlun. Jafnréttisáætlunin fer til birtingar á heimasíðu sveitarfélagsins.

  Sveitarstjóra falið að senda jafnréttisáætlun Blönduósbæjar á sveitarstjórnarfulltrúa og forstöðumenn sveitarfélagsins til kynningar.
 • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 17 Jafnréttisstofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ boðar til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4-5. september 2019. eðal umfjöllunarefna verða jafnréttisáætlanir, jöfn meðferð, jafnlaunavottun, kynferðisleg og kynbundin áreitni, kynjasamþættin og staðalmyndir.

  Jafnréttisnefnd hvetur forsvarsmenn sveitarfélagsins, sveitarstjórnarfulltrúa og forstöðumenn stofnanna til að sækja landsfundinn.
 • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 17 Lagt fram til kynningar.

  Jafnréttisnefnd leggur áherslu á að faglega sé staðið að jafnlaunavottuninni og jafnréttisáætlun sveitarfélagsins verði höfð að leiðarljósi í þeirri vinnu.

15.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 19

1908003F

Fundargerð 19. fundar landbúnaðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til kynningar á 144. fundi byggðaráðs eins og einstök erindi bera með sér.
Fundargerð lögð fram til kynningar, en mál nr. 15.1 verður skoðað frekar og sveitarstjóra falið að ræða við málsaðila.
 • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Landbúnaðarnefnd telur ekki ástæðu til að hreyfa við álagningu landgjalds á Geitaskarði. Ábúendur eru enda skv. skilagreiningu fjallskilareglugerðar A-Hún, fjallskilaskyldir aðilar. Heimilt er að leggja allt að einn þriðja hluta fjallskilakostnaðar á landverð jarða, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda. Blönduósbær hefur ekki nýtt sér þetta nema að litlu leyti. Tekjur af landgjaldi nema skv. fjárhagsáætlun fjallskilasjóðs í ár um 14% af heildartekjum hans. Landbúnaðarnefnd bendir jafnframt á að stærsti hluti Geitaskarðs er smalaður á kostnað fjallskilasjóðs.
 • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Landbúnaðarnefnd barst erindi frá Gauta Jónssyni í Hvammi með drögum að samningi um leigu fyrir land undir rétt, nátthaga og veg í Hvammi. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir Gauta um leigu. Fjallskilastjóra falið að útfæra samning í samráði við forsvarsmenn sveitarfélagsins.
 • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Lögð var fram fjárhagsáætlun og drög að gangnaseðli. Einingaverð verður 400 kr og dagsverkið 14.000 kr. Fjárhagsáætlun verður í viðhengi við fundargerð. Farið verður í þrennar göngur í Tröllabotna en tvennar á önnur svæði. Ákveðið var að halda opinn fund til umræðu um stóðsmölun á Laxárdal í haust.

Fundi slitið - kl. 18:57.

Var efnið á síðunni hjálplegt?