146. fundur 01. október 2019 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson Ritari
Dagskrá

1.Lóðamál

1901004

Lóðamál
Þorgils Magnusson, byggingarfulltrúi mætti undir þessum lið og fór yfir svör lóðahafa við fyrirspurn til þeirra varðandi fyrirætlan þeirra á úthlutuðum lóðum.
Þeir sem svöruðu erindinu með fullnægjandi hætti fá frest til 1. febrúar 2020 að skila inn gögnum svo hægt sé að gefa út byggingarleyfi, ella falli lóðirnar aftur til sveitarfélagsins þann dag. Hjá þeim sem ekki svöruðu erindinu falla lóðirnar nú þegar til baka til sveitarfélagsins.

2.Áherslur SUU í komandi fjárhagsáætunargerð

1909001

Skipulags-,umhverfis - og umferðarnefnd - Áherslur SUU í komandi fjárlagagerð
Þorgils Magnússon, byggingarfulltrúi fór yfir áherslur Skipulags-, umhverfis og umferðarnefndar í komandi fjárhagsáætlunargerð.

3.Framkvæmdir 2019

1903005

Staða framkvæmda í sveitarfélaginu.
Ágúst Þór Bragason, yfirmaður Tæknideildar mætti undir þessum lið og fór yfir framkvæmdir í sveitarfélaginu.

4.Fjárhagsáætlun 2020

1901005

Vinna við fjárhagsáætlunargerð 2020
Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu fjármála eftir 8 mánuði og vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020.

5.Jólasjóður A-Hún - Styrkbeiðni

1909028

Jólasjóður A-Hún - Styrkbeiðni
Byggðaráð samþykkir að styrkja Jólasjóð A-Hún um 100.000 krónur. Tekið af 0285-9919.

6.SSRN - Ársfundur Jöfnunarsjóðs

1909032

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - fundarboð
Byggðaráð samþykkir að Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri fari fyrir hönd sveitarfélagsins.

7.Cloudfest 2020 - Kynning

1909031

Cloudfest 2020 - Byggðaráð samþykkir að Blönduósbær taki þátt í Cloudfest 2020 með Íslandsstofu. Sveitarstjóra falið að undirbúa þátttökuna.
Sveitarstjóri kynnti Cloudfest 2020.

8.Trúnaðarmál 2019

1909030

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.

9.Arctic Circle - Þingboð

1909029

Arctic Circle - Þingboð
Byggðaráð sér sér ekki fært að þiggja boðið að þessu sinni.

10.Bréf - jarðgöng undir Tröllaskaga

1909019

Bréf frá Ólafi Jónssyni, göng undir Tröllaskaga
Byggðaráð fagnar þeim hugmyndum sem fram koma í erindinu og vísar til frekari umsagnar SSNV.

11.Tré lífsins - bréf

1909026

Bréf frá Tré lífsins
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um erindið.

12.Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 1. janúar 2020

1909007

Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála. Málinu vísað til sveitarstjórnar til frekari afgreiðslu.

13.Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands - fundargerð

1909025

Fulltrúaráð Eignarfélagsins Brunabótafélag Íslands - Fundargerð
Lagt fram til kynningar.

14.Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundargerðir

1909024

Fundargerðir stjórnar og félagsfundar
Lagðar fram til kynningar.

15.Norðurá bs. - Fundargerð 92. stjórnarfundar

1909027

Norðurá bs.Fundargerð 92. stjórnarfundar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?