154. fundur 07. janúar 2020 kl. 17:00 - 17:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir fundarritari
Dagskrá
Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður Byggðaráðs, óskaði eftir í byrjun fundar að bæta við einu máli á dagskrá, sem verður mál nr. 16

1.Blönduósbær - Skagabyggð Samningum um skipulags- og byggingafulltrúa

1912007

Sveitarfélögin Blönduósbær og Skagabyggð gera með sér samning um samnýtingu embættis bygginga- og skipulagsfulltrúa í sveitarfélögunum.
Byggðaráð samþykkir samninginn.

2.Innviðir samfélagsins

1912005

Farið var yfir þær tilkynningar sem borist hafa, byggðaráð beinir tilmælum til þeirra sem urðu fyrir tjóni að tilkynna fyrir lok 13. janúar nk.

3.Sameiningarnefnd A-Hún

1801009

Fundargerð frá Sameiningarnefnd um sameiningu sveitarfélaga í A-Hún, 5. desember
Fyrir lá fundargerð frá síðasta fundi Sameiningarnefndar A-Hún. Sveitarstjóri upplýsti um stöðu mála og framhald á næstu vikum.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

1905015

Sveitarstjóri upplýsti byggðaráð um fund sem haldinn var 22. nóvember 2019 um loftslagsáætlanir frá sjónarhorni sveitarfélaga.

5.Sameiginlegur fundur stjórna og skólamálanefnda Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla

2001001

Sameiginlegur fundur stjórna og skólamálanefndar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla skorar á sveitarfélög að bæta til muna starfsaðstæður leikskólakennara, samræma starfskjör, fjölga undirbúningstímum og samræma starfs- og vinnutíma kennara þvert á skólastig.
Byggðaráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindinu og lýsir áhyggjum yfir núverandi stöðu mála en mun að öðru leyti fylgja Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem fer með kjarasamningsumboð sveitarfélga.

6.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019-2020

2001015

Samkvæmt reglugerð nr. 675/2019, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020, hefyr sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið allt að 5.374 þorskígildislestum af botnfiski til að ráðstafa til byggðarlaga sem falla undir skilyrði a. og b. liðar í 1 mgr. 1.gr. reglugerðarinnar. Ráðuneytið hefur fjallað um umsókn sveitarfélagsins og sbr. 4. gr. reglugerðarinnar fellur í hlut sveitarfélagsins.
Byggðaráð lýsir vonbrigðum sínum yfir því að aðeins skuli úthlutað 33 þorskígildislestum til byggðalagsins, fyrir fiskveiði árið 2019/2020, og mun óska eftir skýringum á úthlutun.

7.Fundargerð - opnunarfundur vegna tilboða í jarðvegsskiptum á Ennisbraut

2001014

Föstudaginn 13. desember 2019 var haldinn opnunarfundur vegna tilboða í jarðvegsskiptum á Ennisbraut.
Byggðaráð samþykkir fundargerðina fyrir sitt leyti um að taka tilboði lægstbjóðanda sem er Einn enn ehf.
Umræður urðu um útboð á framkvæmdum og reglur sveitarfélagsins hvað það varðar.

8.Brunavarnir A-Hún fundargerð frá 9. desember 2019

2001012

Lagt fram til kynningar.

9.Brunavarnir A-Hún - fundargerð 2. janúar 2020

2001013

Byggðaráð samþykkir fundargerðina og fagnar sérstaklega lið 2 um kaup á nýju framtíðar húsnæði fyrir Brunavarnir og leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi kauptilboð.

10.Fundur stjórnar Markaðsstofu Norðurlands 27. nóvember 2019

2001008

Lagt fram til kynningar.

11.SSNV - fundargerð 50. fundar 3. desember 2019

2001007

Lagt fram til kynningar.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 876. fundar

2001006

Lagt fram til kynningar.

13.Félags- og skólaþjónusta A-Hún - fundargerð frá 6.desember 2019

2001005

Lagt fram til kynningar.

14.Byggðasamlag um menningar og atvinnumál - fundargerð frá 11. nóvember 2019

2001002

Lagt fram til kynningar.

15.Byggðasamlag um menningar og atvinnumál - fundargerð frá 6. desember 2019

2001003

Lagt fram til kynningar.

16.Tónlistarskóli Austur - Húnvetninga - fundargerð 47. fundar

2001016

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Var efnið á síðunni hjálplegt?