155. fundur 24. janúar 2020 kl. 16:00 - 16:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason ritari
Dagskrá

1.Brunavarnir Austur - Húnvetninga, endurskipan í stjórn, f.h. Blönduósbæjar

2001022

Með vísan til bókunar í 223. fundargerðar sveitarstjórnar Húnavatnshrepps, dags 22. janúar 2020, lið 4. f. um Byggðasamlag um Brunavarnir í Austur-Húnavatnssýslu, þá skipar byggðaráð Blönduósbæjar eftirtalda aðila í stjórn Brunavarna, f.h. Blönduósbæjar.

Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs og oddviti L-lista, verður stjórnarmaður í staðinn fyrir Hjálmar Björn Guðmundsson.

Anna Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og oddviti Ó-lista, verður stjórnarmaður í staðinn fyrir Magnús Val Ómarsson.

Þessar breytingar munu taka gildi strax eftir að þær hafa verið staðfestar á næsta fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar, sem er samkvæmt fundardagskrá 11. febrúar 2020.
Byggðaráð Blönduósbæjar vill þakka Hjálmari Birni og Magnúsi Val, kærlega fyrir mikið og óeigingjarnt starf við það að efla og byggja upp Brunavarnir í Austur-Húnavatnssýslu á undanförnum árum.
Þá telur byggðaráð Blönduósbæjar ekki tilefni til þess að gera breytingar á samþykktum Byggðasamlags um Brunavarnir, en er reiðubúið í viðræður um hvernig megi efla starf brunavarna á svæðinu enn frekar. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?