159. fundur 02. apríl 2020 kl. 16:30 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson Ritari
Dagskrá

1.MAST - Veirur í kanínum

2004003

Erindi frá Matvælastofnun vegna veirusjúkdóms í kanínum.
Lagt fram til kynningar

2.Markaðsstofa Norðurlands - Erindi vegna Covid 19 til ráðherra ferðamála

2004002

Erindi frá Markaðsstofum landshluta um tillögur til stuðnings ferðaþjónustunni vegna Covid 19 heimsfaraldurs.
Lagt fram til kynningar

3.Félag eldri borgara í Húnaþingi - Ályktun Landsambands eldri borgara

2004004

Erindi frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vegna ályktunar Landsambands eldri borgara
Erindi frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vegna ályktunar Landsambands eldri borgara (LEB), þar sem skorað er á bæði ríkisvaldið og sveitarfélög um aðgerðir vegna COVID-19 sem snerta eldri borgara. Sveitarstjóri upplýsti um þær aðgerðir sem Félagsstarf aldraðra hjá Blönduósbæ annars vegar og Félags- og skólaþjónustan í A-Hún. hins vegar er að gera við núverandi aðstæður og hefur því verið komið á framfæri við Félag eldri borgara í Húnaþingi. Einnig var vísað til: ,,Aðgerðir til viðspyrnu."



4.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Skil á ársreikningum sveitarfélaga

2004005

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið gjörir kunnugt ákvörðun sína er varðar skil á ársreikningum sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

5.Leyfi frá setu í sveitarstjórn

1906012

Erindi frá Rannveigu Lenu Gísladóttur um leyfi frá sveitarstjórn út kjörtímabilið
Rannveig Lena Gísladóttir sem hafði fengið ótímabundið leyfi frá setu í sveitarstjórn á 141. fundi byggðaráðs 25. júní 2019, hefur nú óskað eftir lausn frá setu í sveitarstjórn út kjörtímabilið. Byggðaráð samþykkir erindið.

6.Byggðarsamlög - samþykktir og útreikningar

2003001

Samþykktir byggðasamlaga til skoðunar.
Á 76. fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar var málið á dagskrá undir 2. lið, og eftirfarandi bókað:

,,Sveitarstjórn fór yfir samþykktir þeirra byggðasamlaga sem lágu fyrir fundinum. Umræður urðu um samþykktirnar og þróun kostnaðarþátttöku undanfarinna ára í byggðarsamlögunum og framtíð þeirra."

,,Sveitarstjórn vísar málinu til Byggðaráðs til frekari umfjöllunar og eftirfylgni."

Sveitarstjóri upplýsti um þá rýni sem farið hefur fram um samþykktirnar þar sem eftirfarandi kom fram:


Í stjórnsýsluskoðun KPMG við gerð ársreikninga sveitarfélagsins hefur komið fram að þörf sé á: ,,Yfirferð samþykkta og samninga um samstarfsverkefni sveitarfélaga eða við einkaaðila." En í sömu skýrslum hafa komið fram ,,Athugasemdir / ábendingar" og ,,Tillögur KPMG um útbætur"


Eins og fram hefur komið í fréttum á undanförnum vikum, m.a. í Morgunblaðinu 5. febrúar 2020, þá hefur borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt að farið verði yfir skipulag og stjórnunarhætti byggðarsamlaganna á höfuðborgarsvæðinu. Horft verði bæði til inntaks, stofnsamninga og framkvæmdar eigendastefnu byggðasamlaganna. Upplýst var um stöðu á þessari endurskoðun.


Óskað hefur verið eftir minnisblaði eða lögfræðiáliti á samþykktum 4 byggðarsamlaga í A-Hún.

Byggðaráð ásamt sveitarstjóra mun halda áfram að vinna að málinu.

7.Markaðsstofa Norðurlands - Skýrsla Flugklasans Air 66N

2004008

Skýrsla Flugklasans Air 66N fyrir starfið síðustu sex mánuði.
Lagt fram til kynningar

8.Markaðsstofa Norðurlands - Fundargerðir stjórnar frá 16. og 18. mars 2020

2004001

Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 16. og 18. mars 2020
Lagt fram til kynningar

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 880. fundar stjórnar

2004006

Fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

10.Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra - Fundargerð skólanefndar frá 27. mars 2020

2004007

Fundargerð skólanefndar Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra frá 27. mars 2020
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?