164. fundur 08. júní 2020 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Blönduósbær - 17. júní 2020

2006011

17. júní 2020
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður ekki hefðbundin dagskrá 17. júní heldur eru bæjarbúar hvattir til þess að halda upp á þjóðarhátíðardaginn með sínu sniði.

2.Samantekt og samanburður á lausnum í úrgangsmálum sveitarfélaga í Húnavatnssýslum

2006010

Samantekt og samanburður á lausnum í úrgangsmálum sveitarfélaga í Húnavatnssýslum.
Fyrir fundinum liggur minnisblað um samantekt og samanburð á lausnum í úrgangsmálum sveitarfélaga í Húnavatnssýslum. Byggðaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra að vinna að málinu áfram.

3.Íslenska frisbígolfsambandið

2006009

Erindi frá Íslenska frisbígolfsambandinu.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og visar erindinu til Menningar-, tómstundar og íþróttanefndar til umsagnar.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga og Samorka - Átak í fráveitumálum

2006006

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samorku er varðar átak í fráveituframkvæmdum.
Lagt fram til kynningar.

5.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Bréf eftirlistnefndar með fjármálum sveitarfélaga

2006005

Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga er varðar fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid 19.
Lagt fram til kynningar.

6.Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi - Fundargerð aðalfundar frá 27. maí 2020

2006004

Fundargerð aðalfundar Heimilisiðnaðarsafnsins frá 27. maí 2020.
Lagt fram til kynningar

7.SSNV - Fundargerð stjórnar frá 2. júní 2020

2006003

Fundargerð 56. fundar stjórnar SSNV.
Lagt fram til kynningar.

8.Markaðsstofa Norðurlands - fundargerðir frá 5.,8. og 13 maí 2020

2006002

Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 5.,8. og 13. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

9.Brunavarnir Austur-Húnvetninga - Fundargerð stjórnar frá 12.maí 2020

2006012

Fundargerð stjórnar Brunavarna Austur-Húnvetninga frá 12. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

10.Jakinn 2020

2006001

Erindi frá Magnúsi Ver Magnússyni fyrir hönd Félags kraftmanna er varðar Jakann 2020.
Byggðaráð þakkar fyrir erindið en mun ekki verða við því að þessu sinni.

11.SSNV - viðbyggingar við verknámshús FNV

2006016

Erindi frá stjórn SSNV vegna viðbyggingar við verknámshús Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra
Lagt fram bréf frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dagsett 18. maí 2020, varðandi könnun á vilja sveitarstjórna aðildarsveitarféalganna til að koma að viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Byggðaráð fagnar áformum um stækkun verknámshúss FNV og tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um aðkomu ríkisins ásamt endanlegri kostnaðar- og framkvæmdaráætlun.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?