172. fundur 12. október 2020 kl. 17:00 - 20:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
 • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
 • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
 • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
 • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
 • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson Ritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021

2010009

Vinna við fjárhagsáætlun 2021
Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri Blönuduósbæjar mætti á fundinn undir þessum lið

2.Lóðamál

1901004

Þorgils Magnússon skipulags- og byggingafulltrúi mætir á fundinn og fer yfir lóðamál í sveitarfélaginu
Þorgils Magnússon skipulags- og byggingafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir lóðamál í sveitarfélaginu

3.Gáma- og geymslusvæði

1906023

Fyrir fundinum liggur til samþykktar reglur og gjaldskrá fyrir geymslu- og gámasvæði á Skúlahorni
Byggðarráð samþykkir reglur og gjaldskrá fyrir geymslu- og gámasvæði á Skúlahorni

4.Félagstarf aldraðra - Húsnæðismál

2010008

Finna þarf ótímabundið húsnæði fyrir félagsstarf aldraðra og gerir sveitarstjóri að tillögu sinni að félagsstarfið fái salinn að Þverbraut 1 og á meðan verði hann ekki til útleigu.
Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra.

5.Málefni fatlaðs fólks - Endurskoðuð áætlun 2020

2010011

Erindi frá félagsmálastjóra Skagafjarðar er varðar endurskoðun á áætlun málefna fatlaðs fólks 2020
Sveitarstjóri fór á fund fyrr í dag um málefni fatlaðs fólks og greindi hann frá honum. Endurskoðuð áætlun er lögð fram til kynningar.

6.Norðurá bs - Aðalfundarboð og gögn

2010003

Aðalfundarboð og fylgigögn vegna aðalfundar Norðurá bs.
Sveitarstjóra falið að vera fulltrúi Blönduósbæjar á aðalfundinum.

7.SSNV - Vegna 28. ársþings og 4.haustþings SSNV sem fram fara 23. október 2020

2010004

Erindi frá SSNV er varðar 28. ársþing og 4. haustþing er lútar að starfsreglum kjörnefndar
Formanni byggðarráðs falið að vinna að undirbúningi fundarins

8.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 887. fundar stjónar

2010007

Fundargerð 887. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 888. fundar stjórnar

2010005

Fundargerð 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

10.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 67

2010002F

 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 67 Nefndin vill koma eftirfarandi á framfæri.
  1. Það þarf að koma undirgöng til að tengja þéttbýlið við útivistarsvæðið í Vatnahverfi.
  2. Nýr vegur kemur rétt við vatnsból að Enni og þarf að finna aðra lausn.
  3. Nefndin setur sig ekki upp á móti því að vegur að Selvík verði sveitarfélagsvegur.
  4. Nefndin telur að aflagðir vegir verði nýttir áfram.
  Tæknideild og skipulagsfulltrúa falið að vinna frekar að málinu.
  Frekari afgreiðsu vísað til byggðarráðs og sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Sveitarfélagið áskilur sér rétt til þess að njóta samningsgreiðslna fyrir vegstæði og efnistöku eins og aðrir landeigendur


 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 67 Nefndin samþykkir byggingaráformin.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 67 Nefndin tekur vel í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna frekar að málinu með umsækjanda.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 67 ZAL vék af fundi undir þessum lið vegna skyldleika.
  Lóðin er ekki úthlutunarhæf þar sem þegar er í gildi lóðarleigusamningur og lóðin hefur ekki verið auglýst. Skipulagsfulltrúa falið að finna aðra staðsetningu í samráði við umsækjendur. Erindinu vísað til byggðaráðs.
  Bókun fundar Byggðaráð staðfestir bókun nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 20:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?