175. fundur 05. nóvember 2020 kl. 16:00 - 21:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021

2010009

Vinna við fjárhagsáætlun 2021
Ágúst Þór Bragason kom á fundinn til að ræða framkvæmdir fyrir fjárhagsáætlun 2021. Ágúst Þór yfirgaf fundinn klukkan 17:30. Unnið með gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir fjárhagsáætlun 2021

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020

2011005

Fjármálastjóri Blönduósbæjar leggur fram viðauka við fjárhagsáætlun 2020
Lagður er fyrir fundinn viðauki 1 við fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2020. Viðauki 1 er byggður á breyttum forsendum um tekjur og gjöld á árinu 2020.
Viðaukinn er vegna:
- lækkunar á skatttekjum um 28.7 milljónir
- lækkaðra framlaga jöfnunarsjóðs um 45,1 milljónir
- hækkunar á öðrum tekjum um 2,3 milljónir
- lækkunar á söluhagnaði um 23,5 milljónir þar sem ekki verður af sölu eigna eins og áætlað var.
- hækkunar launa og launatengdra gjalda um 28 milljónir.
- hækkunar annars rekstrarkostnaður um 14,6 milljónir.
- hækkunar lífeyrisskuldbindingar um 14 milljónir
- hækkunar afskrifta og fjármagnsgjalda um 2,2 milljónir.
Samtals 153,8 milljónir.
Útgjaldaaukning vegna viðaukans er 135,3 milljónir króna og er mætt með lántöku samanber fundargerð 83. fundar sveitarstjórnar Blönduósbæjar 13.10.2020

Byggarráð samþykkir að leggja það til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að samþykkja viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2020

3.Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - Beiðni um afskriftir

2004018

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar afskriftir
Afskriftabeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, samtals 2.684 krónur vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda. Fært í trúnaðarbók. Samþykkt með þremur atkvæðum

4.BHM - Stytting vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki

2011001

Erindi frá Bandalagi háskólamanna BHM, er varðar styttingu vinnuvikunnar
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri upplýsti byggðarráð um þá vinnu sem verið er að vinna að hálfu launafulltrúa Blönduósbæjar vegna styttingu vinnuvikunnar

5.Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra - Fundargerð stjórnar frá 28. október 2020 auk samþykkta

2010030

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 28. október 2020 auk samþykkta
Lagt fram til kynningar

6.Norðurá bs - Fundargerðir frá 95. og 96. stjórnarfundum frá 28.09 og 29.10 sl.

2010029

Fundargerðir 95. og 96. stjórnarfunda Norðurá bs. frá 28. september og 29.október 2020
Lagt fram til kynningar

7.Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra - Fundargerð skólanefndar frá 20. október 2020

2010028

Fundargerð skólanefndar Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra frá 20. október 2020
Lagt fram til kynningar

8.Fundargerð 427. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

2010026

Fundargerð 427. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands
Lagt fram til kynningar

9.SSNV Fundargerð 60. fundar stjórnar SSNV frá 3. nóvember 2020

2011004

Fundargerð 60. fundar stjórnar SSNV frá 3. nóvember 2020
Lagt fram til kynningar

10.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 889. fundar stjórnar

2010027

Fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. október 2020
Lagt fram til kynningar

11.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 890. fundar stjórnar

2011002

Fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. október 2020
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 21:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?