181. fundur 28. janúar 2021 kl. 17:00 - 19:05 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá
Formaður óskaði eftir að bæta við einum lið. Breyting á nefndarskipan. Var það samþykkt með þremur atkvæðum og verður liður 10 í dagskrá

1.Skrifstofu- og fjármálastjóri - staða mála 2021

2101017

Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri Blönduósbæjar mætir undir þessum lið og fer yfir stöðu fjármála. Sigrún vék af fundi klukkan 18:00.
Sigrún fór yfir stöðu fjármála við áramót 2020/2021

2.Eigna- og framkvæmdasvið - staða mála 2021

2101018

Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs mætir á fundinn undir þessum lið og fer yfir stöðu framkvæmda
Ágúst Þór fór yfir framkvæmdir í sveitarfélaginu sem nú eru í gangi og þær sem eru í farvatninu.

3.Blönduósbær - Sala eigna

2009034

Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs og Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri fara yfir stöðu mála er varðar sölu á íbúðum í eigu Blönduósbæjar
Farið var yfir mat á fasteignum sem fyrirhugað er að setja á sölu á þessu ári.

4.Tjaldsvæðið á Blönduósi

2012016

Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs og Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri greina frá stöðu er varðar leigu á Tjaldsvæðinu í Brautarhvammi
Farið var yfir tilboð frá tilboðshöfum varðandi leigu á tjaldsvæðinu í Brautarhvammi. Afgreiðslu málsins frestað. Ágúst vék af fundi 18:25.

5.Blönduósbær - Stytting vinnuvikunnar

2012012

Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri fer yfir stöðuna er varðar styttingu vinnuvikunnar ásamt undirrituðum viðmiðum þess efnis
Umræður um styttingu vinnuvikunnar.

6.Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið - Úthlutun byggðakvóta 2020-2021

2101013

Erindi frá Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu er varðar úthlutun byggðakvóta 2020/2021
Byggðarráð Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhugaðri úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2020-2021. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ætlar sveitarfélaginu 15 þorskígildistonnum. Til samanburðar var sveitarfélaginu úthlutað 33 tonnum 2019-2020 sem þá hafði verið skorið verulega niður frá upphafi úthlutunar. Byggðarráð telur þessa úthlutun algjörlega óásættanlega og finnst hún allverulega úr takti við þá stefnu stjórnvalda að standa vörð um atvinnustig á Norðurlandi vestra. Frá upphafi úthlutunar hefur ætlun yfirvalda verið að mæta stöðu sjávarbyggða sem mátt hafa þola samdrátt í veiðum og vinnslu, og á það vissulega við í sveitarfélaginu. Engar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi þeirra lögaðila sem þó stunda sjósókn frá svæðinu, og ekkert sem getur rökstutt þessa skerðingu sem þó myndi hafa veruleg áhrif á þá rekstraraðila sem eru starfandi innan sveitarfélagsins og treysta á úthlutun ráðuneytisins með tilheyrandi möguleikum til tekjuöflunnar.

Byggðarráð skorar á ráðherra að endurskoða þessar fyrirætlanir um úthlutun byggðakvóta fyrir sveitarfélagið og horfa til þeirrar veiku stöðu sem sveitarfélagið er nú þegar í hvað varðar þennan málaflokk, ef tekið er mið af fyrri árum þegar veiðar og vinnsla var einn af máttarstólpum samfélagsins til fjölda ára.

7.Nefndasvið Alþingis - Umsögn um frumvarp til breytingar á lögum um stjórn fiskveiða

2101015

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera umsögn um frumvarpið í samráði við SSNV og Samband íslenskra sveitarfélaga.

8.Veiðifélag Laxár í Skefilsstaðahreppi hinum forna - Úthlutun veiðileyfa

2101016

Erindi frá Veiðifélagi Laxár í Skefilstaðahreppi hinum forna er varðar úthlutun veiðileyfa
Byggðarráð felur sveitarsjóra að ganga frá málinu.

9.Ægisbraut 12 - Umsókn um stækkun lóðar

2101005

Erindi af fundi Skipulags-, umhverfis og umferðarnenfdar Blönduósbæjar þann 11.janúar sl. var vísað til Byggðaráðs til afgreiðslu.
Erindið var eftirfarandi:
Erindi frá Terru hf. Sótt er um stækkun á lóð fyrirtækisins að Ægisbraut 12 um 30 metra til norðurs. Meðfylgjandi er loftmynd af svæðinu.
Bókun SUU var svohljóðandi:
Lóðin er á skipulögðu iðnaðarsvæði og er að hluta til nýtt af öðrum aðila. Afgreiðslu umsóknarinnar er vísað til byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir stækkun lóðar að uppfylltum skilyrðum og felur byggingafulltrúa að ganga frá málinu.

10.Breytingar á nefndarskipan

2006028

Erindi frá Óslistanum vegna breytinga á nefndarskipan
Jón Örn Stefánsson tekur við sem varamaður í Byggðarráði Blönduósbæjar og í stjórn Brunavarna Austur-Húnvetninga af Birnu Ágústsdóttur. Einnig verður Jón Örn varamaður í stað Birnu á Ársþingi SSNV.

Fundi slitið - kl. 19:05.

Var efnið á síðunni hjálplegt?