183. fundur 16. febrúar 2021 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Blönduósbær - Skógrækt

2011023

Þorgils Magnússon, Byggingar- og Skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar og Páll Ingþór Kristinsson,starfsmaður Blönduósbæjar fara yfir stöðuna er varðar verkefnið Skógrækt á Blönduósi
Byggðarráð þakkar þeim Þorgils og Páli Ingþóri fyrir kynninguna og felur þeim að vinna áfram að verkefninu með Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar. Páll Ingþór vék af fundi eftir þennan lið

2.Bæjartún íbúðafélag hses. - Stofnframlög til byggingar á hagkvæmu íbúðarhúsnæði á Blönduósi

2102014

Erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi er varðar stofnframlög til byggingar á hagkvæmu íbúðarhúsnæði á Blönduósi
Byggðarráð tekur jákvætt í erindi Bæjartúns leigufélags hses. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að málinu áfram. Þorgils vék af fundi eftir þennan lið

3.Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra - Samningur

2102013

Drög að samningi um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk með Sveitarfélagið Skagafjörð sem leiðandi sveitarfélag. Samningurinn gildir til eins árs, með endurskoðunarákvæði í ársbyrjun 2022. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?