189. fundur 10. maí 2021 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Elfa Björk Sturludóttir ritari
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir ritari
Dagskrá

1.Eigna- og framkvæmdasvið - staða mála 2021

2101018

Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs, mætir á fundinn undir þessum lið og fer yfir stöðu mála.
Ágúst Þór Bragason fór yfir stöðu framkvæmda hjá Blönduósbæ og lagði fram umbeðna verkáætlun framkvæmdasviðs 2021 ásamt fleiri gögnum.

2.Fyrirspurn varðandi ljósleiðara og endurnýjun vatnslagna

2105005

Fyrirspurn frá Róbert Daníel Jónssyni varðandi ljósleiðara og endurnýjun vatnslagna.
Byggðaráð tekur undir þær ábendingar sem fram komu í erindinu og felur sveitarstjóra ásamt forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs að svara erindinu.
Ágúst Þór vék af fundi 18:10.

3.Umsókn um styrk vegna sölubáss Heimafólks á Prjónagleði 2021

2105003

Stína Gísladóttir óskar efir styrk að upphæð 30.- 40.000 kr. til að greiða fyrir sölubás heimafólks á Prjónagleði 2021 sem verður haldin 11.- 13. júní 2021
Byggðaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 30.000 kr. til þessa verkefnis. Tekið af lið 0589 - 9995.

4.Blönduósbær - Stytting vinnuvikunnar

2012012

Farið yfir reynslu af tilhögun styttingu vinnuvikunnar frá áramótum og mögulegt framhald.
Farið var yfir minnisblöð verkefnastjóra um styttingu vinnuvikunnar og reynslu af fjögurra mánaða reynslutíma.
Sveitarstjóri leggur til að tilraunin haldi áfram út árið en að endurskoðuð verði þau viðmið sem sett hafa verið.

5.Kjörstjórn - Kjörtímabilið 2018 - 2022

2105010

Breytingar á skipan í kjörstjórn Blönduósbæjar 2018 - 2022.
Þórður Pálsson kemur inn sem aðalmaður í stað Elínar Jónsdóttur fyrir L - listann.
Lilja Jóhanna Árnadóttir kemur inn sem varamaður í stað Þórðar Pálssonar fyrir L - listann.

6.Farskólinn - aðalfundur 17. maí 2021

2105012

Aðalfundur Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, verður haldinn 17. maí 2021 nk.
Boðað er til aðalfundar Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra í Farskólanum við Faxatorg, mánudaginn 17. maí nk. kl. 14:00. Sveitarstjóri tryggir að mætt verði fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

7.Endurskoðun launa kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum Blönduósbæjar

1611018

Sveitarstjóri kynnir samanburð á launum kjörinna fulltrúa við samanburðarsveitarfélög og leggur fram tillögu um viðmið.
Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Blönduósbæjar, sem byggist á tengingum við þingfararkaup eins og þau eru hverju sinni, hefur ekki verið virkjuð aftur eftir að hún var tekin úr sambandi samkvæmt ákvörðun þáverandi sveitarstjórnar.
Laun kjörinna fulltrúa hafa því ekki hækkað, eins og önnur laun, frá því í október 2017. Eftir samanburð á launum kjörinna fulltrúa hjá nokkrum samanburðarsveitarfélögum, og samsetningu þeirra, þá leggur sveitarstjóri til að þau hækki frá og með 1. maí 2021 til samræmis við þróun launavísitölu frá síðustu endurskoðun. Fyrir fundinum liggja útreikningar á tillögum um breytingar sem eiga að rúmast innan fjárhagsáætlunar 2021.
Byggðaráð samþykkir tillögu sveitarstjóra og felur honum jafnframt að vinna að endurskoðun á “Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Blönduósbæjar? og koma með tillögur um viðmið.

8.Samtök orkusveitarfélaga - fundargerð frá 46. fundi stjórnar

2105004

Fundargerð 46. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 16. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 897. fundar stjórnar

2105006

Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. apríl 2021
Lagt fram til kynningar.

10.Markaðsstofa Norðurlands - Fundargerð stjórnar frá 4. maí 2021

2105009

Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 4. maí 2021
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?