192. fundur 14. júní 2021 kl. 12:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varaformaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir
  • Zophonías Ari Lárusson
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Eigna- og framkvæmdasvið - staða mála 2021

2101018

Ágúst Þór Bragason mætir undir þessum lið og fer yfir stöðu framkvæmda. Verkefni og skipulag nýrrar framkvæmanefndar
Ágúst Þór Bragason mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu
framkvæmda og þau gögn sem send höfðu verið út fyrir fundinn.
* Yfirlit yfir framkvæmdir ársins og það sem bæst hefur við.
* Farið yfir stöðuna á framkvæmdum við Blönduskóla, það sem búið er að framkvæma og það sem nú er í vinnslu og er framundan.
* Þá var farið yfir búnaðarlista fyrir verknámsdeildina og að hvaða leyti hann væri inná fjárhagsáætlun eða væri fjármagnaður.
* Rætt um þá rýnivinnu sem unnin hefur verið við stækkun leikskólans og hvernig þeirri vinnu yrði haldið áfram.
* Farið yfir þær hugmyndir sem kynntar hafa verið um breytingar á Félagsheimilinu í því plássi sem nú er undir Skjólið sem fellst í klæðningu á norðurvegg og endurnýjun á gluggum.
* Ákveðið að fara í framkvæmdir við endurnýjun á vatnslögn til Enni með tilfærslu fjármagns úr öðru verkefni.
* Vinna hafin við undirbúning á gatnagerð og lagnir fyrir framkvæmdir við Miðholtið og Ægisbraut.
* Framkvæmdir við Hrútey er á áætlun en næst er að hífa brú á nýja stöpla en stefnt er að því að því verði lokið fyrir lok júní.
* Rætt almennt um stöðuna og tekin verði saman fyrir næsta fund áætlun um viðbótarkostnað vegna framkvæmda og hvernig það verður fjármagnað.
* Þá var rætt um að samræma beiðnir um verk og skráningu þeirra.


Verkefni og skipulag nýrrar framkvæmanefndar: Eftir umræðu þá var þá var ákveðið að nefndin verði til samráðs við allar helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og vinni með eigna- og framkvæmdasviði fyrir hönd byggðaráðs og sveitarstjórnar. Sveitarstjóri vinni erindisbréf fyrir nefndina og boði til fyrsta fundar. Formaður nefndarinnar verður Zophonías Ari Lárusson.

2.Vegur að gömlu steypustöðinni Skúlahorni

2106013

Erindi frá Rúnari Erni Guðmundssyni fyrir hönd eigenda gömlu steypustöðvarinnar Skúlahorni þar sem óskað er eftir að borið verði efni ásamt rykbindingu í aðliggjandi slóða vegna slæms ástands
Vegurinn verður heflaður á næstunni en frekari viðgerðir verða síðar.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?