193. fundur 28. júní 2021 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Blönduósbær - Sala eigna

2009034

Sala eignarinnar að Garðabyggð 14a
Borist hefur tilboð í fasteignina að Garðabyggð 14a, að upphæð kr 25,2 mkr., og byggðaráð hafði samþykkt með tölvupósti. Byggðaráð staðfestir söluna. Þá heimilar byggðaráð einnig að næsta eign sem var á sölulista, verði sett í söluferli.

2.Leigufélagið Bríet - Minnisblað og kynning

2103015

Erindi frá Bríet fasteignafélagi er varðar matsvirði fyrir Húnabraut 42
Sveitarfélagið hafði verið í viðræðum við fasteignafélagið Bríet um möguleg kaup á eigninni að Húnabraut 42, með núverandi leigusamningum í heilu lagi, en hún er með 4 íbúðum. Bríet kynnti matsvirði sitt á eigninni í dag, sem er umtalsvert lægra en eignir sem nýlega hafa verið seldar. Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu miðað við þær umræður sem voru á fundinum.

3.Skjólið

2001029

Húsnæði Skjólsins og húsnæði fyrir félagsstarf aldraðra
Sveitarstjórn fór í tengslum við maífund, í vettvangsskoðun í húsnæði félagsstarfs aldraðra í Þverbraut 1, og í Félagsmiðstöðina Skjólið í Félagsheimili Blönduósbæjar. Byggðaráð samþykkir að færa til fjármagn sem sett var í fjárhagsáætlun til viðhalds við Félagsheimilið til lagfæringar á Félagsmiðstöðinni Skjólið með klæðningu á vegg og nýjum gluggum á bakhlið. Nánari útfærsla er á dagskrá framkvæmdanefndar. Þá mun starfsemi Skjólsins verða áfram í Félagsheimilinu og félagsstarf aldraðra halda aðstöðunni að Þverbraut 1, a.m.k. næsta vetur. Að öðru leyti er málinu vísað til fjárhagsáætlunar 2022.

4.Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - Uppsögn á leigu á skjalageymslu að Húnabraut 6

2106018

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar uppsögn á leigu á skjalageymslu að Húnabraut 6
Lagt fram til kynningar.

5.Brunabótafélag íslands - úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ 2020

2106022

Sveitarfélagið hlaut 400.000 króna styrk vegna verkefnisins ,,Upplýsingaskilti við Hrútey í Blöndu"
Byggðaráð fagnar fengnum styrk í þetta mikilvæga verkefni, sem nú er í vinnslu.

6.Veiðifélag Blöndu og Svartár - Aðalfundarboð

2104028

Aðalfundur Veiðifélags Blöndu og Svartár verður haldinn þriðjudaginn 29. júní. Fundurinn var fyrirhugaður 29.apríl sl.
Byggðaráð felur Guðmundi Hauki Jakobssyni að fara með umboð/atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?