196. fundur 14. september 2021 kl. 17:00 - 18:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá
Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri mætir við upphaf fundar og tekur þátt í fyrstu fjórum liðum fundarins.

1.Skrifstofu- og fjármálstjóri - staða mála 2021

2101017

Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri Blönduósbæjar fer yfir stöðu fjármála.
Sigrún Hauksdóttir fór yfir helstu tölur úr bókhaldi um stöðuna í fjárhag eftir fyrstu 6 mánuði í rekstri sveitarfélagsins, þ.e. tekjur og gjöld. Þá var sýndur samanburður á árunum 2020 og 2021, um þróun launa ofl.þ.h. Einnig voru settar fram nokkrar samanburðartölur í málaflokkum.

2.Fjárhagsáætlun 2022

2108001

Farið yfir skipulagsvinnu vegna fjárhagsáætlunar 2022
Skrifstofu- og fjármálastjóri, ásamt sveitarstjóra fóru yfir helstu forsendur fjárhagsáætlana 2022-2026, sem komu frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga. Þá var farið yfir vinnuplan og skipulag fjárhagsáætlunarvinnunar á næstu vikum og mánuðum. Einnig var rætt um þær forsendur sem unnið verður með.

3.Soroptimistaklúbburinn við Húnaflóa - styrkbeiðni

2109009

Styrkbeiðni frá Soroptimistaklúbbnum við Húnaflóa vegna verkefnisins "Stelpur geta allt"
Byggðaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr 100.000- og verður það tekið af liðnum 0589-9995

4.Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - Beiðni um afskriftir

2004018

2 Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar afskriftir
Byggðaráð samþykkir að fella niður þing- og sveitarsjóðsgjöld, samtals að upphæð kr. 358.065,00- samkvæmt tveimur afskriftarbeiðnum sem liggja fyrir fundi. Málin færð í trúnaðarmálabók. Samþykkt með þremur atkvæðum.

5.Kjörskrá vegna alþingiskostninga 25. september 2021

2109007

Kjörskrá vegna alþingiskostninga 25. september 2021
Byggðaráð fór yfir kjörskrárstofn Blönduósbæjar vegna Alþingiskosninga þann 25. september 2021, og felur sveitarstjóra að undirrita kjörskrá.

Byggðaráð samþykkir kjörskrárstofn Blönduósbæjar og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar.

Kjörskrá mun liggja frammi á skrifstofu Blönduósbæjar fram að kjördegi.

6.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

2109006

Drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar
Kynntar eru 5 breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundabúnaðar. Lagt fram til kynningar.

7.Hafnarsamband Íslands - fundargerð

2109001

Fundargerð 436. fundar stjórnar frá 20. ágúst 2021
Lagt fram til kynningar.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð

2109002

Fundargerð 900. fundar stjórnar frá 26. ágúst 2021
Lagt fram til kynningar.

9.Unicef - barnvæn sveitarfélög

2109005

Barnvæn sveitarfélög - innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Vísað til sveitarstjórnar og til frekari skoðunnar.

10.SSNV - fundargerð

2109003

Fundargerð 68. fundar stjórnar frá 7. september 2021
Lagt fram til kynningar.

11.Jafnréttisstofa - staða jafnlaunavottunar

2109004

Staða jafnlaunavottunar
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við Jafnréttisstofu, og önnur sveitarfélög, vegna þessa, ásamt þeim fresti sem nú er í gangi.

12.Körfuboltadeild Hvatar - æfingatímar í íþróttamiðstöð

2109010

Körfuboltadeild Hvatar - æfingatímar í íþróttamiðstöð
Byggðaráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í erindinu, og felur menningar- íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna með hlutaðeigandi og koma með tillögur að lausn til lengri tíma.

13.Framkvæmdanefnd - fundargerð

2109008

Fundargerð 3. fundar framvkæmdarnefndar frá 6. september 2021
Lögð fram til kynningar, en byggðaráð óskar eftir að forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs komi inná næsta fund byggðaráðs, vegna stöðu mála.

14.Innkaupareglur Blönduósbæjar - endurskoðun

2109011

Endurskoðun á innkaupareglum Blönduósbæjar
Sveitarstjóri gerði grein fyrir undirbúningsvinnu við endurskoðun á Innkaupareglum Blönduósbæjar, en þær voru síðast uppfærðar árið 2013.
Stuðst hefur verið við fyrirmynd að innkaupareglum og innkaupastefnu frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, ásamt sambærilegum sveitarfélögum.

Þá hefur borist fyrirspurn um þjónustukaup hjá Blönduósbæ og er sveitarstjóra falið að kanna málið og svara fyrirspurninni skriflega.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Var efnið á síðunni hjálplegt?