197. fundur 05. október 2021 kl. 17:00 - 19:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Eigna- og framkvæmdasvið - staða mála 2021

2101018

Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna og framkvæmdasviðs, mætir undir þessum lið og fer yfir stöðu framkvæmda.
Ágúst Þór Bragason fór yfir stöðu helstu framkvæmda sem hafa verið í gangi í sveitarfélaginu, og Sigrún Hauksdóttir sýndi hvað væri búið að bóka á einstök verk, en stærstu framkvæmdir á árinu hafa verið í Hrútey og verknámshús við Blönduskóla.

2.Fjárhagsáætlun 2022

2108001

Framkvæmdir 2022 - hugmyndavinna.
Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri Blönduósbæjar og Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna og framkvæmdasviðs mæta undir þessum lið.
Fyrir fundinum liggur listi yfir "Ýmis verkefni - frumtillögur fyrir árið 2022" sem er ekki tæmandi, en unnin til þess að ákveða hvaða tillögur verða teknar til frekari skoðunnar varðandi kostnanðaráætlun eða þeim festað. Áfram verður unnið með listann og kostnaðarmat verkefna, sem mun koma aftur fyrir byggðaráð til frekari skoðunnar.

3.Verksamningur um lagnir á Miðholt

2110003

Verksamningur milli Blönduósbæjar og J. Evensen um lagnir á Miðholt.
Fyrir fundinum liggur undirritaður verksamningur, dagsettur 22/09.2021, um vatns- og fráveitulagnir vegna uppbyggingar við Miðholt, samkv.útboði.
Byggðaráð staðfestir verksamning.

4.Skólamatur og skólamötuneyti

2110018

Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Byggðaráð samþykkir að bjóða út skólamáltíðir fyrir veturinn 2021 - 2022.

5.Embætti bygginga- og skipulagsfulltrúa

2110010

Minnisblað um sameiginlegt embætti bygginga- og skipulagsfulltrúa í Húnavatnssýslum.
Lagt fram minnisblað um möguleika á samstarfi við Húnaþing vestra um embætti skipulags- og byggingafulltrúa. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Sveitarstjóra Blönduósbæjar falið að vinna málið áfram með sveitarstjóra Húnaþings vestra.

6.Styrkumsókn kirkjugarðs Höskuldsstaðakirkju vegna 2022

2110001

Sóknarnefnd Höskuldsstaðakirkju óskar eftir styrk frá Blönduósbæ fyrir árið 2022 til að ljúka endurnýjun girðingar umhverfis kirkjugarðinn. Kostnaður skiptist til helminga milli Blönduósbæjar og Skagabyggðar og er hlutur Blönduósbæjar 350.000 kr.
Málinu vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.

7.Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra - Beiðni um þátttöku í kostnaði

2110009

Erindi frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra er varðar beiðni um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni. Þrír einstaklingar frá Blönduósbæ dvöldu í samtals 4 vikur sumarið 2021. Samkvæmt því yrði framlag sveitarfélagsins 228.000 krónur.
Byggðaráð samþykkir að greiða framlag sveitarfélagsins, að upphæð 228.000-með vísan til fyrri afgreiðslu sama efnis. Tekið af liðnum: 0259-4990

8.Styrkumsókn frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi

2110007

Félag eldri borgara í Húnaþingi óskar eftir 75.000 kr. styrk til niðurgreiðslu á þátttökugjaldi eldri borgara, vegna námskeiðs í vatnsleikfimi haustið 2021.
Byggðaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr: 75.000 samkvæmt beiðni frá FEBH, sem tekið er að liðnum: 0689-9919. Sigurgeir vék af fundi við afgreiðsluna.

9.Erindi frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi

2110006

Ásgerður Pálsdóttir óskar eftir, fyrir hönd Félags eldri borgara í Austur - Húnavatnssýslu, að félagið fái til afnota hús sveitarfélagsins í gömlu íbúðinni að Húnabraut 6 fyrir starfsemi sína.
Byggðaráð samþykkir afnotin til reynslu næsta árið eins og húsnæðið er núna, með því skilyrði að Menningar- íþrótta- og tómstundafulltrúi hafi einnig afnot af húsnæðinu yfir sumarið.

10.Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum

2110002

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum á grundvelli verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög sem kom út í maí 2021. Unnið verður með sveitarfélögum í teimur hópum eftir því hvar þau eru stödd gagnvart markmiðunum. Umsókn um þátttöku skal hafa borist fyrir 15. október nk.
Sveitarstjóri greindi frá kynnigu um málið sem haldin var nýlega. Byggðaráð vísar málinu til sveitarstjórnar, til frekari umræðu og ákvörðunnar, en felur sveitarstjóra að kanna málið frekar fyrir þann fund.

11.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2021

2110008

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 6. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica.
Byggðaráð staðfestir að Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri sæki Ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2021, f.h. Blönduósbæjar.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 901. fundar

2110005

Fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. september 2021.
Lagt fram til kynningar

13.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 437. fundar stjórnar

2110004

Fundargerð 437. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 16. september 2021.
lagt fram til kynningar.

14.Öldungaráð Blönduósbæjar - fundargerð frá 30.09.2021

2110017

Fundargerð Öldungaráðs Blönduósbæjar frá 30. september 2021.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi Öldungarráðs, og þeim áherslum sem fram komu á fundinum, og þeim liðum vísað til fjárhagsáætlunarvinnu 2022. Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?