200. fundur 26. október 2021 kl. 16:00 - 18:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá
Sigurgeir Þór Jónasson, formaður byggðaráðs var á síma, frá útlöndum til þess að fylgjast með efni fundarins.

Hjálmar Björn Guðmundsson, varaformaður stýrði fundi.

1.Fjárhagsáætlun 2022

2108001

Vinna við fjárhagsáætlun 2022 - kynning frá deildum.
Farið verður yfir starfsáætlun og gögn frá íþróttamiðstöðinni. Einnig verður farið yfir tillögur að framkvæmdum fyrir árið 2022.
Snorri Snorrason, staðgengill forstöðumanns íþróttamiðstöðvar, Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs og Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri mæta undir þessum lið.
Snorri Snorrason, staðgengill forstöðumanns íþróttamiðstöðvar, kom inná fundinn undir þessum lið og fór m.a. yfir starfsáætlun 2022, ásamt öðrum gögnum sem lágu fyrir fundi. Þá var rætt um óskir um framkvæmdir/viðhald og annað sem tengist rekstri starfseminnar. Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs fór yfir helstu framkvæmdir sem þyrfti að skoða á næsta ári, ásamt áætluðum kostnaði við þær. Rætt var um forgangsröðun framkvæmda og hvaða upplýsingar þyrfti til að ákveða hana.
Sigrún Hauksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir stöðuna á vinnu við fjárhagsáætlun 2022, og hvernig henni yrði háttað á næstu vikum með byggðaráði ofl.

2.Uppgjör sameiningarkosninga

2110035

Uppgjör ásamt rekstrarreikningum vegna vinnu við sameiningu sveitarfélaganna í Austur - Húnavatnssýslu frá 2018 - 2021.
Í uppgjörinu kemur fram að halli á verkefninu er samtals kr.3.438.926- og fáist ekki framlög uppí það þá væri hlutur Blönduósbæjar að upphæð kr. 1.734.066-, og er því þá vísað til viðauka 2, við fjárhagsáætlun 2021.

3.Samantekt og samanburður á lausnum í úrgangsmálum sveitarfélaga í Húnavatnssýslum

2006010

Úttekt á sorphirðumálum á NV landi. Verk- og kostnaðaráætlun frá Eflu lögð fram.
Lagt fram til kynningar, en málið var áður á dagskrá á 167. fundi byggðaráðs, 21. júlí 2020, þar sem samþykkt var að taka þátt í verkefninu, verði það samþykkt einnig hjá öðrum sveitarfélögum í Húnavatnssýslum. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu og upplýsa byggðaráð um stöðuna, þegar kemur að framkvæmd og skiptingu á kostnaði.

4.Ágóðahlutagreiðsla 2021

2110036

Á síðasta aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ var samþykkt að áfram skuli hagnaður af starfsemi félagsins árlega greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar. Hlutdeild Blönduósbæjar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,009% og greiðsla ársins þann 28. október 2021 verður þá hlutfall af kr. 90 mkr. eða kr. 908.100 kr.
Lagt fram til kynningar og byggðaráð fagnar fengnum arði af starfsemi EBÍ.

5.Skólamatur og skólamötuneyti

2110018

Mánudaginn 25. október sl. voru opnuð tilboð í skólamáltíðir fyrir Blönduskóla og leikskólann Barnabæ á Blönduósi.
Tvö tilboð bárust og samþykkir byggðaráð að taka tilboði lægst bjóðanda sem er frá Himinn sól ehf. og mun verða gerður samningur á þeim forsendum.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?