201. fundur 09. nóvember 2021 kl. 16:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022

2108001

Vinna við fjárhagsáætlun 2022 - farið yfir stöðu fjárhagsáætlunar og framkvæmda 2022.
Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs og Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri mæta undir þessum lið.
Sveitarstjóri fór yfir uppfært fundarplan vegna fjárhagsáætlunarvinnu, og afgreiðslu á tillögu um sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar sem báðar þurfa tvær umræður. Sigrún Hauksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri gerði grein fyrir stöðunni á vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og það sem eftir væri að taka fyrir til afgreiðslu byggðaráðs. Þá fór Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs yfir tillögu að áætluðum framkvæmdum, og urðu umræður um mögulega forgangsröðun þeirra.

2.Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - Beiðni um afskriftir

2004018

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar afskriftir.
Byggðaráð samþykkir að fella niður og afskrifa þing- og sveitarsjóðsgjöld að upphæð kr. 155.948- samkvæmt afskriftarbeiðni sem liggur fyrir fundinum.
Málið fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt með 3 atkvæðum.

3.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - Stofnframlög 2. úthlutun 2021 - umsóknarfrestur framlengdur

2111011

Fyrir fundinum liggja tvö erindi.
Bréf frá HMS - umsóknarfrestur um stofnframlög 2. úthlutun 2021 lengdur til 22. nóvember 2021.
Bréf frá Bæjartúni íbúðafélags hses vegna áskorunar til HMS um afturköllun synjunar átta umsókna til stofnframlaga fyrir samtals 38 íbúðir, þar af 5 á Blönduósi.
Byggðaráð og sveitarstjórn hafði áður samþykkt stofnframlög fyrir allt að 5 íbúðum af 8 í fyrri áfanga bygginga allt að 16 íbúða í tveimur áföngum við Hnjúkabyggð, með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar - HMS.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og hvaða möguleikar væru nú í boði.
Lagt fram til kynningar en vísað til sveitarstjórnar til ákvörðunar.

4.Smárabraut 18-20 - Umsókn um lóð

2111004

Bréf til Byggðaráðs frá skipulags, umhverfis- og umferðarnefnd vegna umsóknar um lóð að Smárabraut 18 - 20.
Byggðaráð samþykkir úthlutun á lóðinni að Smárabraut 18 - 20, til Blöndu ehf., samkvæmt tillögu frá skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd.

5.Minningardagur um þá sem hafa látist í umferðarslysum

2111009

Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til þeirra sem taka þátt í minningardegi um þá sem hafa látist í umferðarslysum.
Lagt fram til kynningar.

6.Hafnarsamband Íslands - Fundargerð 438. fundar stjórnar

2111006

Fundargerð 438. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 15. október 2021.
Lagt fram til kynningar.

7.Markaðsstofa Norðurlands - Starf Flugklasans Air 66N 9. apríl - 26. október 2021

2111007

Greinagerð frá Markaðsstofu Norðurlands fyrir því helsta í starfi Flugklasans Air 66N 9. apríl - 26. október 2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 902. fundar stjórnar

2111008

Fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. október 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.SSNV - Fundargerð 70. fundar stjórnar

2111010

Fundargerð 70. fundar stjórnar SSNV frá 2. nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?