211. fundur 24. mars 2022 kl. 12:00 - 12:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

2203005

Málefni flóttafólks hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga og vikur og hafa sveitarfélög lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki, bæði í fjölmiðlum sem og í samtölum við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur verið að þróa samræmda móttöku flóttafólks í samstarfi við fimm sveitarfélög og er unnið að því að festa móttökukerfið í sessi. Að verkefninu koma auk sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur auk þess sem ráðuneytið er með samning við Rauða krossinn um félagslegan stuðning.
Félags- og vinnumarkaðsráðuenytið leitar hér með til sveitarfélagsins um þátttöku í þessu brýna verkefni. Þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Þess er óskað að áhugasöm sveitarfélög hafi samband við ráðuneytið með því að senda póst á netfangið frn@frn.is
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið, og hefur skipað tengilið við Fjölmenninngarsetur, samkvæmt beiðni þar um,og mun kanna alla möguleika á þáttöku með fyrirvara um húsnæði.

2.Evrópsku hagsmunasamtök sveitarfélaga - Stríðið í Úkraínu

2203010

Upplýsingar um aðgerðir Evrópsku hagsmunasamtaka sveitarfélaga - CEMR, til stuðnings Úkraínu.
Erindi lagt fram til upplýsingar og kynningar en byggðaráð vísar frekari afgreiðslu og bókun til sveitarstjórnar.

3.Sveitarfélagið Vogar - Áskorun vegna Suðurnesjalínu 2

2203009

Áskorun frá Sveitarfélaginu Vogar vegna Suðurnesjalínu 2.
Lagt fram til kynningar en byggðaráð Blönduósbæjar vísar til afgreiðslu og bókunnar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið, fyrir hönd sveitarfélaga.

4.Umsókn um styrk vegna sölubáss Heimafólks á Prjónagleði 2022

2203011

Stína Gísladóttir óskar efir styrk að upphæð 35.000 kr. til að greiða fyrir sölubás heimafólks á Prjónagleði 2022 sem verður haldin 10.- 12. júní 2022.
Byggðaráð samþykkir umbeðinn styrk, að upphæð 35.000-, með vísan til afgreiðslu fyrir ára, og verði hann tekinn af liðum 0589-9991 í fjárhagsáætlun 2022.

5.Umhverfisstofnun - Hrútey - opinn samráðsfundur

2203007

Opinn samráðsfundur vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Hrútey verður haldinn 7. apríl 2022 kl. 17:00 - 19:00 í Félagsheimilinu Blönduósi.
Byggðaráð fagnar áformuðum fundi um Fólkvanginn Hrútey, og hvetur til þátttöku íbúa.
Þá óskar byggðaráð eftir að fundurinn verði auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins.

6.Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Fundarboð

2203006

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verður haldinn föstudaginn 1. apríl 2022 kl. 15:00 á Hótel Hilton, Reykjavík.
Byggðaráð felur Valdimar O. Hermannssyni, sveitarstjóra að mæta á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga föstudaginn 1. apríl 2022 og fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

7.Samband íslenskra sveitarfélaga - Samtaka um hringrásarhagkerfi

2203008

Meiriháttar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga eru framundan. Þessar breytingar voru innleiddar í íslensk regluverk í júní 2021 og koma til framkvæmda 1. janúar 2023. Það er því skammur tími til stefnu og því brýnt að bretta upp ermarnar og hefjast handa.
Sveitarstjóri greindi frá því að hann hefði tekið þátt í upphafsfundi verkefnisins, sem haldinn var á Teams þann 16. mars s.l., og hefði skráð þátttöku Blönduósbæjar í verkefninu í næstu 3 skrefum, en nýjir tengiliðir yrðu staðfestir eftir sameiningu.

8.Endurskipulagning sýslumannsembætta

2203020

Erindi sem boðar Endurskipulagningu sýslumannsembætta á landinu, dagsett 21. mars 2022. Byggðaráð óskar eftir frekari kynningu á erindinu, og viðræðum við Dómsmálaráðuneytið um mögulegar útfærslur á boðuðum breytingum.

Að öðru leyti vísað til sveitarstjórnar Blönduósbæjar, til frekari umfjöllunar.

9.Framkvæmdanefnd Blönduósbæjar - fundargerð 5. fundar

2203012

Fundargerð 5. fundar framkvæmdanefndar Blönduósbæjar frá 7. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.

10.Framkvæmdanefnd Blönduósbæjar - fundargerð 6. fundar

2203013

Fundargerð 6. fundar framkvæmdanefndar Blönduósbæjar frá 14. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Framkvæmdanefnd Blönduósbæjar - fundargerð 7. fundar

2203014

Fundargerð 7. fundar framkvæmdarnefndar Blönduósbæjar frá 21. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 907. fundar stjórnar

2203004

Fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

13.SSNV - fundargerð 74. fundar stjórnar

2203019

Fundargerð 74. fundar stjórnar SSNV frá 1. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?