213. fundur 05. maí 2022 kl. 16:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Kjörskrá sveitarstjórnakostninga 2022

2204012

Byggðaráð fór yfir fyrirliggjandi kjörskrárstofn og þær leiðbeiningar sem bárust frá Þjóðskrá um "Leiðréttingu sveitarstjórnar á kjörskrá, sbr. 32.gr.kosningalaga."
Gerðar voru fjórar breytingar á kjörskárstofni, sem voru merktar með viðeigandi hætti.

2.Nýjar reglur og gjaldskrá fyrir heimaþjónustu

2204020

Drög að nýjum reglum og nýrri gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
Félags- og skólaþjónusta A-Hún., hefur yfirfarið og uppfært reglur og gjaldskrá fyrir heimaþjónustu. Byggðaráð samþykkir gjaldskrá fyrir heimaþjónustu, fyrir sitt leyti, og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.

3.Borealis Data Center - staða mála

2205006

Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Sveitarstjóri greindi frá samskiptum sínum við forsvarsmenn gagnaversins að undanförnu, en nýlega voru í heimsókn nýjir viðskiptavinir að kynna sér aðstæður.

Nú er að hefjast framkvæmdir á nýrri byggingu sem er eins og sú síðasta u.þ.b. 1300 fm., og er 8 húsið sem byggt er á gagnaverssvæðinu, auk búnaðar fyrir móttöku gagna í gegnum gervihnetti sem er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Þá hafa verið viðræður um mögulegan styrktarsamning við íþróttavöllinn á Blönduósi, en það mun verða kynnt nánar fyrir Menningar- íþrótta- og tómstundanefnd í næstu viku.

4.Sýning í Hillebrandtshúsinu - sumar 2022

2205007

Kynning á fyrirhugaðri sýningu sem haldin verður í Hillebrandtshúsinu í sumar.
Kynntar voru hugmyndir að fyrirhugaðri upplifunar-sýningu Finnboga Péturssonar í sumar í Gamla bænum á Blönduósi,en þær komu fram eftir vel heppnaða sýningu í Hrútey síðastliðir sumar. Óskað er eftir aðstöðu í Hildebrantshúsinu, og er verið að þróa útfærslu á sýningunni með Áslaugu Thorlacius og Finni Arnari sem hafa haldið ýmsa viðburði að Kleifum við góðar undirtektir. Byggðaráð samþykkir aðstöðu fyrir sýninguna, sem er áætluð að verði opin frá 2. júlí og til 14. ágúst n.k., og felur sveitarstjóra ásamt menningar- íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.

5.Bíbí í Berlín

2205008

Kynning á útgáfu bókar og frekari umfjöllun.
Sveitarstjóri greindi frá samskiptum sínum við útgefendur bókarinnar um Bíbí, sem er hluti að rannsóknum um íslenska alþýðumenningu við Háskóla Íslands. Fyrirhuguð er frekari umfjöllun og heimsókn í byrjun júní, og mun sveitarstjóri vera tengiliður við fulltrúa háskólans.

6.Erindi frá Hafrannsóknastofnun

2204019

Ósk um leyfi til að koma fyrir tækjahúsi á bakka Blöndu við fiskveg í Ennisflúðum, vegna endurnýjunar fiskteljara.
Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti, að fenginni jákvæðri umsögn frá embætti skipulags- og byggingafulltrúa.

7.Svæði vegna skógræktar við keppnisvöll Neista

2204023

Hestamannafélagið Neisti hefur fengið vilyrði fyrir styrk til gróðursetningar á trjám við völl félagsins í Kleifanámu. Til að styrkur sé veittur er óskað eftir staðfestingu sveitarfélagsins að félaginu sé heimilt að gróðursetja tré umhverfis völlinn.
Lagt fram til kynningar en málið var tekið fyrir á 80. fundi Skipulags- umhverfis- og umferðanefndar Bönduósbæjar miðvikudaginn 4. maí s.l., og samþykkt.

8.Sorphirða í Húnavatnssýslum

2205002

Sveitarstjóri gerir grein fyrir skýrslu frá Eflu um sorphirðu í Húnavatnssýslum.
Á fundinum var kynnt skýrsla/úttekt sem verkfræðistofan Efla hefur unnið fyrir sveitarfélögin í Húnavatnssýslum. Í skýrslunni eru upplýsingar um verð og magn sem ekki er hægt að birta opinberlega að svo stöddu, vegna mögulegs útboðs, í framhaldinu.

9.Erindi frá Matvælastofnun vegna fuglaflensu á Íslandi í apríl 2022

2205003

Upplýsingar frá Matvælastofnun vegna greiningar á skæðri fuglaflensu á Íslandi í apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

10.Ámundakinn ehf. - aðalfundarboð

2205004

Aðalfundur Ámundakinnar ehf. fyrir árið 2021 verður haldinn á Eyvindastofu, Norðurlandsvegi 4, Blönduósi, mánudaginn 9. maí 2022 og hefst hann kl. 13:00.
Byggðaráð staðfestir að Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

11.Starf Flugklasans Air 66N 27. okt. 2021 - 8. apríl 2022

2204024

Greinagerð yfir það helsta í starfi Flugklasans Air 66N 27. október 2021 - 8. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 443. fundar

2204018

Fundargerð 443. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

13.Markaðsstofa Norðurlands - fundargerð stjórnar

2204021

Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 4. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

14.SSNV - fundargerð 76. fundar stjórnar

2204022

Fundargerð 76. fundar stjórnar SSNV frá 5. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 909. fundar stjórnar

2205005

Fundargerð 909. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?