66. fundur 20. júlí 2016 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2016

1508022

Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar, mætti á fundinn og fór yfir stöðu framkvæmda hjá sveitarfélaginu.



Fyrir liggur að Vegagerðin hefji lagfæringar á Blöndubrúnni í ágúst. Blönduósbær þarf að ráðast í breytingar á vatnsveitu undir brúnna samhliða framkvæmdum Vegagerðarinnar við brúnna. Fyrir liggur kostnaðaráætlun upp á 6.2 m.kr.



Byggðaráð samþykkir að fara í framkvæmdir á brúnni. Guðmundur Haukur vék af fundi undir þessum lið.



Byggðaráð samþykkir að fresta framkvæmdum við Félagsheimilið til næsta árs til að mæta kostnaði við framkvæmd sveitarfélagsins við vatnveituna.

2.Önnur mál

1506021

Engin önnur mál

Fundi slitið - kl. 18:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?