19. fundur 04. maí 2017 kl. 18:25 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir formaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri
  • Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Starfsmenn
  • Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Kristín Jóna Sigurðardóttir aðalmaður
Dagskrá

1.Skóladagatal Blönduskóla 2017 - 2018

1705001

Þórhalla Guðbjartsdóttir kynnti drög að skóladagatali næsta skólaárs, 2017 - 2018. Kristín bar skóladagatalið upp til atkvæðagreiðslu og samþykkti fræðslunefnd það fyrir sitt leyti.

2.Starfsmannamál Blönduskóla

1705002

Þórhalla sagði frá því að tveir kennarar við Blönduskóla hafi óskað eftir árs leyfi frá kennslu. Það eru þær Anna Margrét Valgeirsdóttir og Lilja Jóhanna Árnadóttir. Eins þarf að auglýsa þrjár stöður kennara. Í þeim eru starfandi leiðbeinendur. Verða því fimm stöður auglýstar á næstu dögum.

3.Mötuneyti Blönduskóla skólaárið 2017 - 2018

1705003

Samningi við rekstraraðila Mötuneytisins rennur út nú á vordögum, en í útboðinu er möguleiki til að framlengja samninginn um eitt ár og leggur Þórhalla til að svo verði gert. Fræðslunefnd samþykkir þetta fyrir sitt leyti.

4.Skólaakstur Blönduskóla skólaárið 2017 - 2018

1705004

Samningur við skólabílstjóra rennur út nú í vor en í samningi við þá er ákvæði um að framlengja samninginn um eitt ár. Þórhalla mælist til að svo verði gert. Fræðslunefnd stiður framlenginguna.

Þórhalla sagði frá því að sín upplifun af vinnu við Bókun 1 væri góð og finnst henni allir hafi unnið af heilum hug.

Þórhalla og Gunnhildur víkja af fundi.

5.Greiðsla til kennara vegna vinnu við Bókun 1

1705005

Þrír kennarar starfa við Bókun 1. Þeir hafa setið sjö fundi og unnið undirbúningsvinnu utan vinnutíma, alls átta stundir.
Fræðslunefnd leggur til að kennararnir fái greidda yfirvinnu fyrir undirbúningsvinnuna og fundarlaun fyrir fundarsetu.

Fulltrúar fræðslunefndar vilja benda á að þessi vinna er unnin að frumkvæði Sambands Íslenskra sveitarfélaga, sem kalla eftir þessari vinnu. Vinna þessara kennara er því alveg utan við önnur störf þeirra í skólanum og telja fulltrúar fræðslunefndar því nauðsynlegt að greiða sérstaklega fyrir hana.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?