20. fundur 29. maí 2017 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir formaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varamaður
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jóhanna Guðrún Jónasdóttir leikskólastjóri
  • Lea Rakel Amlin Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Fundargerð ritaði: Kristín Ingibjörg Lárusdóttir formaður
Dagskrá

1.Skóladagatal Barnabæjar 2017 - 2018

1705035

Jóhanna G. Jónasdóttir kynnti skóladagatal leikskólans Barnabæjar fyrir skólaárið 2017 - 2018.
Fræðslunefnd samþykkti skóladagatalið fyrir sitt leiti.

2.Starfsmannamál Barnabæjar

1705036

Auglýst var eftir sérkennslustjóra í leikskólann Barnabæ sem er 50% staða. Einn umsækjandi var um stöðuna, Ágústa Hrönn Óskarsdóttir.
Fræðslunefnd samþykkir ráðninguna fyrir sitt leiti.

Tvær umsóknir bárust um aðstoðarleikskólastjórastöðuna. Staðan er laus frá og með 1. september 2017. Sigríður Helga Sigurðardóttir og Jenný Lind Gunnarsdóttir, báðar starfandi á leikskólanum, sækja um stöðuna. Nefndin fjallaði um umsóknirnar og samþykkti að ráða Sigríði Helgu í starfið.

3.Kynning á foreldra- og starfsmannakönnun Barnabæjar

1705037

Jóhanna kynnti niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir foreldra og starfsfólk í mars 2017. Kom þar fram að allir eru ánægðir og sáttir við starfið.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?