22. fundur 06. júlí 2017 kl. 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir formaður
  • Helgi Haraldsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Guðrún Jónasdóttir leikskólastjóri
  • Guðmundur Sigurjónsson varamaður
  • Ágústa Hrönn Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jónsdóttir
Dagskrá

1.Starfsmannamál Barnabæjar

1705036

Jónanna G. Jónasdóttir fór yfir starfsmannamál Barnabæjar.
Anna Margrét Arnardóttir deildarstjóri hefur óskað eftir ársleyfi frá störfum frá og með 15. ágúst 2017.
Guðrún Björk Elísdóttir hefur óskað eftir leyfi frá störfum frá 17. ágúst 2017 ? 17. mars 2018.
Alexandra Dögg Viðarsdóttir, Birta Ósk Laursen og Sandra Ósk Valdimarsdóttir ætla að hætta og fljúga á vit ævintýranna.
Umsóknir bárust frá Árný Björk Brynjólfsdóttir, Eygló Bylgju Önnudóttir, Hörpu Hrönn Hilmarsdóttir, Láru Dagnýju Sævarsdóttir og Sigurlaugu Markúsdóttir.
Leikskólastjóri gerir það að tillögu sinni að þær verði allar ráðnar til starfa.
Anna Kristín Brynjólfsdóttir sótti um þegar umsóknarfrestur var runninn út en hún kemur í viðtal um miðjan mánuðinn þar sem hún starfar fyrir sunnan.

Fræðslunefnd samþykkir þessar ráðningar fyrir sitt leyti.

2.Erindi frá Jóhönnu leikskólastjóra - Innra mat leikskólans

1707007

Jóhanna G. Jónasdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð óskar eftir því að í haust verði farið í vinnu með innra mat í leikskólanum Barnabæ. Nauðsynlegt er að það verði gert af utanaðkomandi aðila/um. Í innra mati er öll starfsemi leikskólans metin, faglegt starf og samskipti þar á meðal.
Ástæðan er sú að bæjaryfirvöld hafa gefið í skyn að ekki sé allt með felldu í starfsmannahaldi leikskólans og með innra mati ætti það að koma í ljós.
Leiðbeiningar um innra mat í leikskóla, unnið af Sigríði Sigurðardóttir, fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið árið 2016 má finna á vef ráðuneytisins.
Jóhanna G. Jónasdóttir, leikskólastjóri

Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og mælir með því.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?