25. fundur 13. september 2017 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir formaður
  • Helgi Haraldsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson varamaður
  • Ágústa Hrönn Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Lea Rakel Amlin Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Ragna Fanney Gunnarsdóttir leikskólastjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jónsdóttir formaður
Dagskrá

1.Starfsumhverfi o.fl. í leikskólanum - vinna með Starfsleikni

1709012

A)Þórdís Hauksdóttir sagði frá vinnu sem er farin í gang í leikskólanum, þar sem unnið er með starfsólki að bættu starfsumhverfi og líðan í starfi. Hún ásamt Steinunni Stefánsdóttir frá Starfsleikni ehf munu halda utanum þessa vinnu. Markmið með þessari vinnu era ð bæta samskipti, efla vellíðan og liðsheild.
Vinnan mun vera í formi hópfræðslu, einstaklingsfræðslu/samtölum og stjórnendastuðningi.

Fræðslunefnd styður þessa vinnu og óskar eftir að sveitastjórn leggi til fjármagn svo að þessi vinna geti haldið áfram.
Áætlaður kostnaður árið 2017 er 555.000 og sama fyrir árið 2018.


B)
Þórdís sagði nefndinni frá þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í leikskólum við Húnaflóa, sem verið er að leggja lokahönd á. Verkefnið nefnist Málþroski og læsi, færni til framtiðar.


2.Verkaskipting fræðslunefndar

1709006

Fyrir fundinum lá að kjósa nýjan formann og varaformann. Sveitastjórn hafði áður kosið nýjan aðalmann og varamann.
Anna Margrét Jónsdóttir bauð sig fram til starfs formanns nefndarinnar og var það samþykkt samhljóða. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir mun láta af störfum fyrir nenfdina og hefur sveitastjórn kosið Eddu Brynleifsdóttur til að taka við starfi hennar. Nefndin kaus einnig varaformann og hlaut Erla Ísafold Sigurðardóttir kosningu í það embætti.
Nýr varamaður fræðslunenfdar er Kristín Ósk Bjarnadóttir.

3.Ráðning aðstoðarleikskólastjóra

1608017

Ágústa Hrönn yfirgefur fundinn undir þessum lið.

Ragna Fanney sagði frá því að Ágústa Hrönn Óskarsdóttir hefi verið eini umsækjandinn um stöðu aðstoðarleikskólastjóra í 87,5 % starfshutfalli og mun sinna sérkennslu áfram á leikskólanum.
Nefndin samþykktir ráðninguna fyrir sitt leiti.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?