27. fundur 09. apríl 2018 kl. 17:00 - 18:46 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir varamaður
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
  • Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri
  • Edda Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jónsdóttir formaður
Dagskrá

1.Starfsmannamál Blönduskóla

1705002

Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri er að fara í árs námsleyfi.
Fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að samið verði við Þuríði Þorláksdóttur, aðstoðaskólastjóra, að leysa Þórhöllu af til eins árs. Fræðslunefnd leggur jafnframt til að, gangi sú ráðning eftir, verði auglýst staða aðstoðaskólastjóra til eins árs.
Bókun samþykkt samhljóða.

Farið yfir starfsmannamál í Blönduskóla almennt.

2.Útboð á skólaakstri

1804004


Samningur um skólaakstur er að renna út í lok þessa skólaárs. Búið er að framlengja núverandi samning tvisvar samkvæmt heimildum og því þarf að fara nýtt útboð fyrir næsta skólaár.

Fræðslunefnd leggur til að skólastjóri og sveitastjóri vinni að útboði á skólaakstri fyrir komandi skólaár.
Samþykkt samhljóða.

3.Útboð á skólamáltíðum

1506042

Samningur um skólamáltíðir rennur út í lok yfirstandandi skólaárs. Samningurinn hefur verið framlengdur samkvæmt ákvæði, í tvígang.

Fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að ráðinn verði matráður við Blönduskóla og maturinn verði matreiddur í eldhúsi skólans.

Tillagan samþykkt samhljóða.

4.Mennta og menningarmálaráðuneytið - um smíðakennslu í Blönduskóla

1712007

Bréf frá Mennta- og menningamálaráðuneytinu dags. 28. nóvember 2017, lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:46.

Var efnið á síðunni hjálplegt?