29. fundur 20. ágúst 2018 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Valgerður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Hilmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Kosningar

1807023

Valdimar O Hermannsson sveitastjóri setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fram kom tillaga um Önnu Margréti Jónsdóttir sem formann, Zophonías Ara Lárusson varaformann og Valgerði Hilmarsdóttir sem ritara.
Tillaga samþykkt samhljóða.

2.Starfsmannamál Blönduskóla skólaárið 2018 - 2019

1808012

Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri fór yfir starfsmannamál Blönduskóla.

Katrín Benediktsdóttir var ráðinn í stað Ragnheiðar Ólafsdóttir sem hætti við að koma til starfa hjá Blönduskóla.
Ágústa Hrönn Óskarsdóttir var ráðin tímabundið í stað starfsmanns sem er í ársleyfi frá Blönduskóla.


3.Starfsmannamál Barnabæjar skólaárið 2018 - 2019

1808013

Jóhanna G Jónasdóttir leikskólastjóri fór yfir starfsmannamál í leikskólanum, í dag eru 19,4 stöðugildi. Fjöldi barna í vetur verða 70.

4.Skóladagatal Barnabæjar 2018 - 2019

1808014

Jóhanna G Jónasdóttir leikskólastjóri kynnti skóladagatal Barnabæjar. Skóladagatalið borið undir nefndina sem samþykkti það samhljóða.

5.Eftirfylgni með úttekt á Blönduskóla

1710019

Bréf frá Mennta-og menningarmálaráðuneyti kynnt varðandi eftirfylgni á úttekt á Blönduskóla. Þuríður fór yfir stöðuna á umbótaáætlun fyrir Blönduskóla sem unnin var síðasta vetur í tengslum við bókun 1 í kjarasamningi kennara 2016.

Skólasóknarkerfi, viðbragðsáætlun vegna fjarvista nemenda Blönduskóla kynnt og samþykkt samhljóða af nefnd.
Snjalltækjasamningur nemanda kynntur.

6.Námskeið fyrir skóla- og fræðslunefndir -hlutverk og skyldur

1808015

Anna Margrét Jónsdóttir kynnti námskeið sem að Samband Íslenskra sveitarfélaga ætlar að bjóða upp fyrir skóla- og fræðslunefndir, aðra nefndarmenn og áheyrnarfullrúa. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?