31. fundur 30. janúar 2019 kl. 16:30 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Valgerður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
  • Lea Rakel Amlin Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Starfsmenn
  • Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Hilmarsdóttir aðalmaður
Dagskrá
Gestir:
Þuríður Þorláksdóttir, skólastjóri Blönduskóla
Jóhanna G. Jónasdóttir, leikskólastjóri Barnabæjar

1.Heimsókn í Dreifnám Austur - Húnavatnssýslu

1901020

Lee Ann Maginnis umsjónarmaður dreifnáms á Austur Húnavatnssýslu bauð fræðslunefnd, sveitarstjórnamönnum og varamönnum á fróðlega kynningu á starfsemi dreifnámsins. Fræðslunefnd þakkar kærlega fyrir góða kynningu og hvetur íbúa til að kynna sér það góða starf sem þar fer fram.

2.Erindi varðandi öryggisbúnað barna í bifreiðum með starfsmönnum skólans.

1901019

Fræðslunefnd Blönduósbæjar beinir því til sveitarstjórnar að kaupa, í samráði við skólastjórnendur viðeigandi öryggisbúnað til að eiga þegar börn þurfa að fara með starfsmönnum leik og grunnskóla styttri vegalengdir. Einnig beinir fræðslunefnd því til skólastjórnenda að kynna fyrir starfsmönnum ábyrgð þeirra varðandi akstur með börn í bíl.

3.Íslandsmót verk- og iðngreina

1901008

Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur Blönduskóla til að kanna hvort sé hægt að fara með elsta stigið á Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu sem haldin verður 14-16 mars í Laugardagshöllinni.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?