32. fundur 28. mars 2019 kl. 17:00 - 19:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Valgerður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri
  • Lea Rakel Amlin Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Jóhanna Guðrún Jónasdóttir leikskólastjóri
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Hilmarsdóttir
Dagskrá

1.Mötuneytismál Barnabæjar

1903016

Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri fór yfir stöðu mötuneytismála Barnabæjar. Matráður Barnabæjar hefur sagt starfi sínu lausu.
Umræður sköpuðust um mögulegar lausnir og tillögur frá leikskólastjóra um mötuneytismál.
Leikskólastjóra falið að vinna áfram að málinu.

2.Skóladagatal Barnabæjar

1903017

Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri Barnabæjar lagði fram drög að skóladagatal Barnabæjar.

3.Persónuverndarlög

1903018

Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri skýrði frá vinnu á leikskólanum vegna nýrra persónuverndarlaga.

4.Viðbragðsáætlun vegna manneklu

1903019

Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri fór yfir viðbragðsáætlun vegna manneklu.

5.Reglur vegna veikinda barna

1903020

Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri fór yfir reglur vegna niðurfellingu á leikskólagjöldum ef um langvarandi veikindi barna er um að ræða.
Leikskólastjóra falið að endurskoða reglurnar og koma með tillögur fyrir næsta fund nefndarinnar.

6.Ytra mat Barnabæjar

1903021

Sveitarfélagið sótti um fyrir hönd leikskólastjóra að taka þátt í ytra mati á vegum Menntamálastofnunar á starfsemi leikskólans.
Menntamálastofnun samþykkti umsóknina og mun matið fara fram haustið 2019.

7.Skóladagatal Blönduskóla

1903011

Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri Blönduskóla lagði fram skóladagatal Blönduskóla, nefndin samþykkir skóladagatalið.

8.Skóladagheimili - framtíðarsýn

1903012

Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri Blönduskóla fór yfir stöðuna á skóladagheimilinu.
Miklar umræður urðu um framtíðarsýn skóladagheimilisins.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skoðaðir verði möguleikar á því að
samþætta starf umsjónarmanns skóladagheimilis við tómstundastarf barna yfir
sumartímann. Þá gæti þetta einnig farið saman við hugmyndir menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar um nauðsyn þess að ráða fulltrúa sem hefur yfirumsjón með málaflokki íþrótta og tómstunda hjá sveitarfélaginu sbr. bókun nefndarinnar á síðasta fundi sínum 7. mars sl.


9.Merki Blöndskóla

1903013

Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri Blönduskóla kynnti fyrir fræðslunefnd merki Blönduskóla.

10.Breyttar áherslur í Blönduskóla

1903014

Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri Blönduskóla kynnti fyrir fræðslunefnd breyttar áherslur í Blönduskóla sem felast meðal annars í aukinni teymiskennslu, áherslu á list- og verknámskennslu ofl.

11.Matarmál í Blönduskóla

1903015

Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri Blönduskóla fór yfir matarmál í Blönduskóla.
Samningur um skólamáltíðir rennur út í lok yfirstandandi skólaárs.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að ráðinn verði matráður við Blönduskóla og maturinn verði matreiddur í eldhúsi skólans frá og með næsta skólaári.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?