16. fundur 01. júlí 2016 kl. 16:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir formaður
  • Helgi Haraldsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bergþór Pálsson aðalmaður
  • Jóhanna Guðrún Jónasdóttir leikskólastjóri
  • Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri
  • Sigríður Helga Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Lilja Jóhanna Árnadóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Matthildur Birgisdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Rannveig Lena Gísladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Fundargerð ritaði: Kristín Ingibjörg Lárusdóttir formaður
Dagskrá

1.Starfsmannamál Blönduskóla 2016 - 2017

1605030

Starfsmannamál Blönduskóla 2016 - 2017 ? 1605030

Undir þessum lið sátu eftirtaldir áheyrnarfulltrúar vegna Blönduskóla fundinn; Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri og Lilja Jóhanna Árnadóttir, áheyrnarfulltrúi kennara.





Þórdís Hauksdóttir segir starfi sínu lausu sem kennari við Blönduskóla, en hún var í ársleyfi síðastliðinn vetur. Hrefna Ósk Þórsdóttir verður verkefnisstjóri sérkennslu næsta vetur, en hún var að ljúka Mastersnámi í sérkennslu í vor.



Þrjár umsóknir bárust um stöðu aðstoðarskólastjóra. Umsóknir bárust frá Önnu Margreti Sigurðardóttur kennara, Magnúsi Sigurjónssyni leiðbeinanda og Þuríði Þorláksdóttur kennara. Tillaga skólastjóra að aðstoðarskólastjóra er að Þuríður Þorláksdóttir verði ráðin.

Fræðslunefnd styður það og leggur til að við bæjarstjórn að ganga til samninga við Þuríði Þorláksdóttur.



Skólastjórn og fræðslunefd þakka Magdalenu Berglindi og Þórdísi fyrir gott samstarf og vel unnin störf.



Í kjölfar auglýsingar um kennarstöður í vor bárust sex umsóknir.

Þórhalla mælir með eftirfarandi aðilum í auglýst störf: Brynhildi Erlu Jakobsdóttur, kennara, Katrínu Hallgrímsdóttur, leiðbeinanda, Magdalenu Berglindi Björnsdóttur, kennara, Magnúsi Sigurjónssyni, leiðbeinanda, Páleyju Sonju Wium Ragnarsdóttur, leiðbeinanda.



Tillaga Þórhöllu er samþykkt.



Að þessum dagskrárlið loknum véku áheyrnarfulltrúar vegna Blönduskóla af fundi.





2.Skóladagatal Barnabæjar 2016 - 2017

1606023

Til fundarins komu eftirtaldir áheyrnarfulltrúar vegna Barnabæjar; Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, leikskólastjóri og Sigríður Helga Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi kennara.



Dagatalið er með hefðbundnum hætti fyrir utan þrjá samfellda starfsdaga fyrir páska sem ætlaðir eru í fyrirhugaða námsferð starfsmanna erlendis, þetta er þó sett fram með fyrirvara um að hægt sé að fara á þessum tíma.



Tillaga Jóhönnu er samþykkt.

3.Starfsmannamál Barnabæjar

1606024

Anna Margrét Arnardóttir hefur sagt upp aðstoðarskólastjórastöðu sinni frá og með 1. september næstkomandi en mun halda áfram störfum við Leikskólann Barnabæ. Staðan hefur verið auglýst til umsóknar innan leikskólans.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?