36. fundur 12. febrúar 2020 kl. 16:30 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Valgerður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson varamaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Hilmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Menntamálastofnun -Ytra mat á leikskólanum Barnabæ

2001023

Kynning á ytra mati Barnabæjar.
Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri fór yfir Ytra mat Barnabæjar sem Menntamálastofnun gerði fyrir leikskólann. Skýrslan kemur almennt vel út en unnið er að úrbótaáætlun vegna þeirra þátta sem betur mega fara. Þegar úrbótáætlun er lokið verður skýrslan birt á veg Menntamálastofnunnar.

2.Mötuneyti Blönduskóla

1705003

Skólamötuneyti Blönduósbæjar.
Valdimar O Hermannsson sveitastjóri, fór yfir minnisblað um skólamötuneyti ásamt kosntaðaráætlun um að fullgera núverandi mötuneyti með tækjum og búnaði. Farið yfir kosti og galla við framleiðslu eldhús eða aðkeyptrar þjónustu. Skólastjóra og formanni fræðslunefndar falið að undirbúa könnun sem lögð verður fyrir foreldra um mögulega aukna þjónustu mötuneytis. Frekar verður fjallað um málið á næsta fræslunefndarfundi.

3.Skólaakstur Blönduskóla

1705004

Skólaakstur Blönduskóla.
Þórhöllu Guðbjartsdóttur skólastjóra og Önnu Margréti Jónsdóttir formanni fræðslunefndar falið að búa til drög að reglum um hvenær eigi að fella niður skólaakstur vegna veðurs / færðar. Verða þau drög lögð fyrir næsta fund fræðslunefndar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?