39. fundur 08. mars 2021 kl. 16:15 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jónsdóttir formaður
Dagskrá
Gestir fundarins voru: Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri, Sigírður Helga Sigurðardóttir leikskólastjóri, Hulda Birna Vignisdóttir fulltrui foreldra í Barnabæ, Kolbrún Eva Bjarkadóttir fulltrúi starfsfólks Barnabæjar. Forföll boðuðu Valgerður Hilmarsdóttir nefndarmaður, Lilja Jóhanna Árnadóttir fulltrúi starfsfólks Blönduskóla og Inga Sóley Jónsdóttir fulltrúi foreldra í Blönduskóla

1.Framkvæmdir í Blönduskóla

2103005

Farið yfir framkvæmdri við Blönduskóla
Þórhalla fór yfir framkvæmdir við Blönduskóla. Framkvæmdir við list- og verkgreinastofur gengur vel og er á áætlun. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka húsnæðið í notkun í haust. Fræðslunefnd stefnir að því að fara með sveitarstjórn í skoðunarferð í vikunni.

2.Blönduskóli - skólaakstur

2103006

Fyrir fundinum liggja verklagsreglur varðandi skólaakstur vegna veðurs og færðar.
Þórhalla kynnti drög að verklagsreglum fyrir skólaakstur vegna veðurspár og færðar. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Skólastjóra falið að koma verklagsreglum til sveitarstjórnar til samþykktar. Þær munu svo verða aðgengilegar á heimasíðu skólans og sendar með tölvupósti til foreldra sem nýta skólaakstur.

3.Starfsemi Blönduskóla

2103007

Skólastjóri Blönduskóla fer yfir skólaárið sem nú stendur yfir
Skólastjóri Blönduskóla fór yfir skólaárið sem nú stendur yfir. Nemendur eru 139 í vetur. Starfið hefur litast nokkuð af covid ástandi, t.a.m. hefur sameiginlegum viðburðum skólanna í héraðinu verið aflýst. Árshátíð var haldin rafrænt og tókst vel. Formlegri smíðakennslu á Þverbraut mun ljúka um mánaðmótin mars/apríl þar sem húsnæðið fer í aðra notkun. Stefnt er að aukinni áherslu á smíðakennslu í nýju húsnæði Blönduskóla næsta vetur til að vega upp á móti þeim tíma sem tapast í smíðakennslu í vor.

4.Blönduósbær - skólastefna

2103008

Farið verður yfir framgang vinnu er varðar skólastefnu
Rætt var um framhald vinnu við skólastefnu Blönduósbæjar. Vinna við skólastefnu var komin nokkuð vel á veg áður en covid skall á en næst á dagskrá var að halda íbúafund og fá álit samfélagsins á það sem búið var að vinna. Ákveðið að fresta frekari vinnu við skólastefnuna þar til skýrist hvort sveitarfélögin verða sameinuð.

5.Barnabær - framkvæmdir

2103009

Farið yfir framkvæmdir í Barnabæ og þörf til úrbóta
Sigríður Helga fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæði Barnabæjar. Húsnæðið er afar þröngt en vel nýtt. Leikskólinn er fullnýttur sem stendur og ekki hægt að taka á móti fleiri börnum í vistun. Fyrirhugað er að byggja við leikskólann og er stefnt að því að hefja vinnu við hönnun í sumar. Verið er að skoða í samráði við sveitarstjórn möguleika til að stækka húsnæðið tímabundið, t.d. með færanlegri kennslustofu á skólalóð. Fræðslunefnd skorar á sveitarstjórn að finna tímabundnar lausnir á rýmisvandamálum Barnabæjar sem allra fyrst og hraða einnig vinnu við viðbyggingu.

6.Barnabær - Starfsemi

2103010

Leikskólastjóri fer yfir ýmis mál er varðar starfsemi leikskólans
Í leikskólanum eru sem stendur 72 nemendur og er skólinn fullsettur. Um áramótin kom elsti hópur Barnabæjar aftur upp í aðal húsnæði skólans. Starfsmenn skólans eru 23 í aðeins færri stöðugildum. Stytting vinnuvikunnar hefur áhrif á starfsemi skólans og er fyrirséð að bæta þurfi við einu stöðugildi til að koma til móts við það.

7.Barnabær - Umbótaáætlun

2103011

Farið yfir umbótaáætlun Barnabæjar
Verið er að vinna eftir umbótaáætlun sem unnin var á síðasta ári. Sigríður Helga er að vinna skýrslu um framkvæmd umbóta sem unnar hafa verið eftir áætluninni til að senda Menntamálastofnun. Fræðslunefnd mun einnig fá að fylgjast áfram með framvindu þeirrar vinnu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?