20. fundur 25. febrúar 2020 kl. 11:00 - 12:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Rúnar Örn Guðmundsson aðalmaður
  • Þórarinn Bjarki Benediktsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jónsdóttir formaður
Dagskrá

1.Samningur um leigu vegna réttar í Hvammi

1908016

Lóðarleigusamningur vegna Hvammsréttar í Langadal.
Nefndin fór yfir lóðarleigusamning vegna Hvammsréttar í Langadal. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

2.Drónakaup

2002020

Styrkur til drónakaupa
Halldór Skagfjörð Jónsson hefur leitað til landbúnaðarnefndar um styrk til fjallskilasjóðs til drónakaupa sem nota mætti í fjárleitir. Nefndin tekur jákvætt það gegn því að gerður verði samningur við Halldór sem skuldbindi hann til að sinna ákveðnum verkefnum fjallskila. Fjallskilastjóra falið að útfæra það nánar.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?