17. fundur 28. janúar 2020 kl. 16:00 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
  • Svanur Ingi Björnsson varaformaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Steinunn Hulda Magnúsdóttir aðalmaður
  • Magnús Valur Ómarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
Dagskrá
Arnrún Bára Finnsdóttir, formaður Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar, óskaði eftir í byrjun fundar að bæta við einu máli á dagskrá sem verður mál nr. 5

1.Húnavaka

1901018

Nefndin felur sveitarstjóra að tala við Jón Þór Eyþórsson viðburðarstjóra og boða hann til fundar við nefndina og fara yfir áherslur komandi hátíðar.

2.Ungmennaráð

1811002

Ungmennaráð Blönduósbæjar er skipað fimm ungmennum á aldrinum 13 til 25 ára. Helsta hlutverk ungmennaráðs er að gæta hagsmuna ungs fólks í Blönduósbæ gagnvart sveitarstjórn og ennfremur er því ætlað að efla tengsl ungs fólks í sveitarfélaginu og bæjaryfirvalda. Menningar- tómstunda og íþróttanefnd veitir ungmennaráði styrk að upphæð 50.000 krónum til sinnar ráðstöfunnar í þau málefni eða viðburði sem að það vilja leggja áherslu á. Menningar-, tómstunda og íþróttanefnd bindur miklar vonir við þetta nýja ráð og hlakkar til að heyra hvaða áherslur unga fólkið í samfélaginu leggur á.
Skipan ráðsins er eftirfarandi:
Aðalmenn:
Rannveig Gréta Guðmundsdóttir
Stefán Freyr Jónsson
Inga Rós Suska Hauksdóttir
Þórunn Marta Stefánsdóttir
Björn Ívar Jónsson

Varamenn:
Elyass Kristinn Bouanba
Emma Karen Jónsdóttir
Harpa Sól Guðmundsdóttir
Haraldur Holti Líndal

3.Skjólið

2001029

Nefndinni hefur borist ábending vegna starfshátta Félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins. Nefndin felur sveitarstjóra að koma ábendingunni áfram til þeirra sem að málinu koma.

4.Verkefnastyrkur Menningar-, tómstunda og íþróttanefndar

2001030

Menningar-, tómstunda og íþróttanefnd var úthlutuð upphæð sem nam 200.000 kr. Í fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2020. Nefndin mun úthluta Ungmennaráði Blönduósbæjar 50.000 krónur af upphæðinni til sinnar ráðstöfunnar. Nefndin mun svo forgangsraða afgangnum, eða 150.000 krónum í verkefni sem að nefndin telur mikilvæg árið 2020.

5.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - Heilsueflandi samfélag

2001031

Blönduósbær hefur hafið ferlið að verða Heilsueflandi samfélag.
Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun sem Embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök o.fl. Meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Menningar-, tómstunda og íþróttanefnd fagnar þessu jákvæða skrefi.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?